Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 43
EIMREIÐIN
239
tendrandi lífsviljans Ijós, sem lýsir upp
myrkvaðar álfur.
Og timinn var smáður og smár, ei virtur
viðlits, er hún
reis upp yfir unnir blár, stóð einvöld á
hafsins brún,
en djúpin dökknuðu af furðu, hver dagur varð
hennar stund,
og rauðari rósirnar urðu og blárra hvert
sævarsund.
Vor goðheimur varð ekki varinn, í vonlausu
stríði vér föllum.
En glæstur var goðaskarinn, og þekkust var
ein af þeim öllum.
Hún endist þá allt annað fer, og enn til
hennar skal biðja:
Miskunnsöm vertu nú mér, þú mær og drottning
og gyðja.
Ó, min er einnig þín móðir, að óskdóttur
átti þig Jörð,
þvi er ég einnig þinn bróðir og eins og þú
hverf undir svörð.
í mildri myrkheima nótt eins og mánar þin
augu Ijóma,
Þar hvilist á draumþingi drótt við dulræna
þagnar óma.
Hin rauða rós er þar föl, en draumsóley blöð
sín breiðir,
og náttgolan sefandi svöl svifur um skugganna
leiðir,
og andanna hvisl í húmi hljóðnandi berst
þér úr firð,
sem dimmstirni rökkurs i rúmi þeir reika i
algleymis kyrrð.
Við mánaljós þinnar mildi með þeim leyf þú
mér að dreyma,
að hverfa sem þeir úr hildi og heimi og
lifi gleyma.