Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 36
232 EIMREIÐIN Paumuto-eyjaklasanum — þó að nafn hennar, Matahiva, sé ekki finnanlegt á neinu landabréfi. Er Magruder fyrsti hvíti maðurinn, sem stígur þar á land, og þar sem svo vill til að kóngur eyjarskeggja er nýlátinn, álíta þeir framandlegan hörundslit skipstjórans guð- lega bendingu um að hann eigi að gerast kóngur þeirra. Fá þeir honum kvennabúr, konunglegan fiskibát og höll, sem „er viðlíka að stærð og eldiviðarskýli.“ Hefur hinn nýi kóngur það síðan helzt fyrir stafni að baða sig og drekka sig fullan. Hinn nýlátni kóngur hafði hins vegar þann háttinn á að gleypa eld og leika reipagaldur, en Magruder kann hvorugt. Ekki reynist síendurtekið ölæði hans heldur „nógu merkilegt... til að vekja aðdáun.“ Hann gerist því valtur í sessi og ein af þrælum hans varar hann við yfirvofandi uppreisn og ráðleggur honum að flýja. Hleð- ur hann því hinn konunglega bát vistum og lætur í haf tafarlaust. Hann tekur stefnu á Tahiti, en þangað er „þrjú hundruð mílna leið“ og þar lendir hann tveim vikum síðar eftir atburðalausa siglingu. Á þeim sextíu árum, sem liðu frá því er sögur þessar birtust, gerði höfundur þeirra víðreist. Oft er eyjum lýst í kvæðum hans, alloft í sambandi við drukknun — þó að drukknun geti víðar komið til greina en í sjó. í kvæði hans, „Morning at the Window“, sem birtist í „Prufrock" ljóðasafni hans, er einnig strætunum líkt við haf, þar sem fólk drukknar. „Myrkar holskeflur þokunnar þeyta á faldi. . . afskræmdum andlitum af botni strætisins.“ Því að megin- atriðið í mörgum af kvæðum Eliots eru sjóferðir í einhverri merk- ingu; þeir, sem eru í förum, koma ekki samir í höfn og þeir lögðu frá landi, því að þeir hafa orðið fyrir því á sjóferð sinni, sem aust- ræn trúarbrögð kalla metempsychosis en kristnir hugarfarsbreyt- ingu. Sjóferðasögur hans í æsku, frá Honolulu og Tahiti, kunna að hafa verið hugarfóstur eitt, en þær mörkuðu stefnuna. Þá er þeirri sput'ningu ósvarað — hversvegna sigldi þessi sextán ára dreng- ur hugarfleyi sínu um Suðurhöf? Þegar hann var fjórtán ára að aldri, og samtíðarskáldskapur vakti ekki á neinn hátt áhuga hans, hafði hann lesið „Rubáiyát“ eftir Omar Khayyám. Þessi þýðing Fitzgeralds hafði svo sterk áhrif á hann, að hann sagði síðar, að sér hefði birzt nýr heimur í björtum, fögrum og sterkum litum. En sá heimur var fjarlægur — á Austur- löndum. í samanburði við það voru eyjarnar, Hawaii og Paumota á Kyrrahafinu, nálægt honum í St. Louis og umhverfi hans á Nýja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.