Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 42
238
EIMREIÐIN
Og dreymir nú ykkar þann draum, að láta hana
lúta ykltar boðum,
að taka þann mátt i taum, sem eldri er
ykkur goðum?
Nei, goð munu ganga hjá eins og golan, sem
blés um haf,
fast mun þau feigðin slá og fœra að lokum
i kaf.
í aldanna myrkurmóðu i gleymsku öll goð
hljóta að falla,
og dægurhetjanna hróður mun hœrra i veröldu
gjalla.
Þótt hörgar og hof sé nú auð og hljómi þar
annarleg boð,
þótt goð séu grafin og dauð, og þú, sem varst
grafinn, sért goð,
þótt hrundið sé hörpunnar véi og horfin sé
ástanna dís,
þin sól hnigur samt, Galílei, hin sama nótt
er þér vis.
Menn segja að mær sé þin móðir, mjúklát og
fögur á brún,
sinn jöfur þig játa nú þjóðir, og himnanna
drottning er hún.
En áður var annar sem réði, og önnur var
móðir vor,
vor drottning, sem lifið oss léði, hve Ijúf
voru hennar spor.
Hún hófst upp úr hvítum sjá, og i hug vorum
sífelt hún Ijómar,
klædd alheimsins ást og þrá var hún dís vor
og drottning Rómar.
Þin móðir hin föla mær var systir sorgar,
en okkar
var gleðin tindrandi tær og töfrandi hennar
lokkar,
hafborin himnesk rós og hamingjudraumurinn
sjálfur