Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 75
EIMREIÐIN
271
hann ekki. Það hljómar ótrúlega,
en liann þekkti alls ekki tunglið
nema þegar það var fullt. Hundr-
að sinnum hefur hann málað og
teiknað tunglið, en aldrei öðruvísi
en fullt.
Kvöld eitt, það var árið 1936,
sagði hann: — Hvað er orðið af
tunglinu, ég var hér á gangi rétt
áðan, og þá var allt baðað í tungls-
ljósi. -
— Þarna er tunglið, sagði ég og
benti honum á tunglið, það var
tæplega hálft.
— Þetta er ekki tunglið, svaraði
Munch, — veiztu ekki, að tunglið
er kringlótt?---------
Taugaáfallið ,sem Munch fékk
áfið 1908, orsakaðist að rniklu
leyti af því, að honum fannst allir
ofsækja sig. Ef hann sá fólk álengd-
ar tala saman í lágum hljóðum,
átti hann til að ganga til þess og
slá það, hann hélt, að það væri að
tala um sig. — Sjáðu bara, hvaða
óþokkabragð skyldu þeir vera að
hrugga? Getur þessi borgaraskríll
aldrei látið mig í friði!--------
Mann tortryggði kvenfólk ennþá
t^eira en karlmenn. — Hvernig sem
maður kemur fram við þær, bregð-
ast þær alltaf. Og verstar reynast
þær» sem maður treystir bezt.
Um þetta leyti var hann einnig
hkamlega sjúkur, hann svimaði og
'ar reikull í spori. Eina ráðið til
þess að geta gengið yfir götu var
a® fá sér fyrst glas af víni. Helzt 2—
glös. Eftir að hafa verið eina nótt
á sjúkrahúsi hjá lækni að nafni dr.
hristensen, strauk hann þaðan og
°r til Daniels Jacobsens í Kaup-
mannahöfn. Hjá honum var hann
í tæpa 8 mánuði. Á þessu tímabili
málaði hann og orti ljóðið Alfa og
Omega.
Myndirnar, sem hann málaði
meðan hann var veikur, eru lítið
frábrugðnar öðrum myndum hans.
Síðar sagði hann: — Jafnvel þá,
þegar ég var veikur, færðist yfir
mig ró og friður þegar ég málaði.
Það var eins og allt, sem vildi mér
illt, missti tökin á mér á meðan. —
Ljóðið Alfa og Omega skrifaði
hann á sjúkrahúsinu árið 1909.
Ljóðið gefur glögga hugmynd um
þær sálarkvalir, sem hann átti þá
við að stríða.
Þótt maður búi á eyðieyju með
konunni, sem maður elskar, er það
ekki nóg til þess að vera öruggur
um hana. Dýrin og jafnvel blómin
vilja eiga hana líka. Einnig tunglið
sem hefur karlmannlegar ástríður.
Sá, sem vill reynast trúr, verður
slitinn sundur í tætlur. Allt mann-
kyn er sambland af dýri og manni.
Alfa og Omega voru fyrstu mann-
eskjurnar, sem stigu fæti á eyjuna.
Alfa lá í grasinu og svaf. Omega
kitlaði hann með strái svo hann
vaknaði. Alfa elskaði Omega. Á
kvöldin sátu þau þétt saman og
horfðu á tunglskinið. Þau gengu
inn í skóginn, þar voru mörg und-
arleg dýr og blóm. Einu sinni varð
Omega mjög hrædd og kastaði sér
í fangið á Alfa. Eitt sinn liggur
Omega í rjóðri og bakar sig í sól-
inni. Skammt frá situr Alfa. Stórt,
svart ský kemur siglandi í loftinu,
það hylur himininn og skuggi þess
leggst yfir eyjuna. Þá sér Alfa, að