Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Side 75

Eimreiðin - 01.09.1965, Side 75
EIMREIÐIN 271 hann ekki. Það hljómar ótrúlega, en liann þekkti alls ekki tunglið nema þegar það var fullt. Hundr- að sinnum hefur hann málað og teiknað tunglið, en aldrei öðruvísi en fullt. Kvöld eitt, það var árið 1936, sagði hann: — Hvað er orðið af tunglinu, ég var hér á gangi rétt áðan, og þá var allt baðað í tungls- ljósi. - — Þarna er tunglið, sagði ég og benti honum á tunglið, það var tæplega hálft. — Þetta er ekki tunglið, svaraði Munch, — veiztu ekki, að tunglið er kringlótt?--------- Taugaáfallið ,sem Munch fékk áfið 1908, orsakaðist að rniklu leyti af því, að honum fannst allir ofsækja sig. Ef hann sá fólk álengd- ar tala saman í lágum hljóðum, átti hann til að ganga til þess og slá það, hann hélt, að það væri að tala um sig. — Sjáðu bara, hvaða óþokkabragð skyldu þeir vera að hrugga? Getur þessi borgaraskríll aldrei látið mig í friði!-------- Mann tortryggði kvenfólk ennþá t^eira en karlmenn. — Hvernig sem maður kemur fram við þær, bregð- ast þær alltaf. Og verstar reynast þær» sem maður treystir bezt. Um þetta leyti var hann einnig hkamlega sjúkur, hann svimaði og 'ar reikull í spori. Eina ráðið til þess að geta gengið yfir götu var a® fá sér fyrst glas af víni. Helzt 2— glös. Eftir að hafa verið eina nótt á sjúkrahúsi hjá lækni að nafni dr. hristensen, strauk hann þaðan og °r til Daniels Jacobsens í Kaup- mannahöfn. Hjá honum var hann í tæpa 8 mánuði. Á þessu tímabili málaði hann og orti ljóðið Alfa og Omega. Myndirnar, sem hann málaði meðan hann var veikur, eru lítið frábrugðnar öðrum myndum hans. Síðar sagði hann: — Jafnvel þá, þegar ég var veikur, færðist yfir mig ró og friður þegar ég málaði. Það var eins og allt, sem vildi mér illt, missti tökin á mér á meðan. — Ljóðið Alfa og Omega skrifaði hann á sjúkrahúsinu árið 1909. Ljóðið gefur glögga hugmynd um þær sálarkvalir, sem hann átti þá við að stríða. Þótt maður búi á eyðieyju með konunni, sem maður elskar, er það ekki nóg til þess að vera öruggur um hana. Dýrin og jafnvel blómin vilja eiga hana líka. Einnig tunglið sem hefur karlmannlegar ástríður. Sá, sem vill reynast trúr, verður slitinn sundur í tætlur. Allt mann- kyn er sambland af dýri og manni. Alfa og Omega voru fyrstu mann- eskjurnar, sem stigu fæti á eyjuna. Alfa lá í grasinu og svaf. Omega kitlaði hann með strái svo hann vaknaði. Alfa elskaði Omega. Á kvöldin sátu þau þétt saman og horfðu á tunglskinið. Þau gengu inn í skóginn, þar voru mörg und- arleg dýr og blóm. Einu sinni varð Omega mjög hrædd og kastaði sér í fangið á Alfa. Eitt sinn liggur Omega í rjóðri og bakar sig í sól- inni. Skammt frá situr Alfa. Stórt, svart ský kemur siglandi í loftinu, það hylur himininn og skuggi þess leggst yfir eyjuna. Þá sér Alfa, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.