Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 64
260
EIMREIÐIN
væri afbrýðissöm gagnvart kon-
unni í lestinni — nei, hún hafði
einungis misst gát á sjálfri sér við
það að sjá slíka fegurð. Henni
hafði gleymzt, hversu kona gat ver-
ið fullkomlega fögur, og í einu vet-
fangi var henni svipt inn í skugga-
veröld æskuáranna.
Fimm mínúturnar voru liðnar.
Áður en aðrar fimm mínútur væru
liðnar, yrði hann kominn hér upp
til að gá að henni. Hún snart var-
irnar með vasaklútnum, fór úr föl-
græna kjólnum, sem hún var í, og
í annan kjól úr dimmrauðu flaueli.
í þessurn búningi gætti þess minna,
hversu hávaxin hún var og beina-
ber. Hún burstaði hárið rækilega.
Fyrir löngu liafði hún einsett sér
að nota aldrei varalit. Hví skyldi
hún leiða athygli annarra að and-
liti sínu?
Hún gekk hljóðlega niður stig-
ann, mjúkum, öruggum skrefum,
og rakleitt inn í dagstofuna. Hann
beið hennar við arininn, og augna-
ráð lians hrelldi hana. Hversu
nærri — hversu nærri lá, að töfra-
hringurinn hefði rofnað!
Hún hló við. „Veiztu hvað? Mér
er nær að lialda, að það hafi verið
þessi græni kjóll! Ég held ég fari
aldrei í hann framar. Mér hefur
aldrei líkað hann.“
Feginsblær fór um andlit hans
líkt og sefandi hönd, áreynslusvip-
urinn var sem strokinn burt.
„Komdu,“ sagði liann. „Komdu,
og helltu í bollann handa mér!“
Arnheiður Sigurðardóttir islenzkaði.
NÓTT í GRENISKÓGI
Eftir Lawrence Beste.
Tunglið —
skjöldur skær úr slegnu bronsi
gegn skálmyndaða gráa loftinu.
Trén —
tröllauknir
kyndlar, með grænan eld.