Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Qupperneq 62

Eimreiðin - 01.09.1965, Qupperneq 62
258 EIMREIÐIN nautasteik, salat og heitt brauð. Því næst hvarf hún út úr stofunni. „Við skulum taka upp þráðinn á ný,“ sagði hann. „Hvernig varð þér svona innanbrjósts? Bara af því að sjá þessa konu?“ „Það var konan, sem breytti þér, ekki mér,“ sagði hún. „Ég segi þér satt, ég hef alltaf verið þessu lík.“ „Þú átt við —“ Það var ómögu- legt að halda áfram og segja: „Þú hefur þá alltaf þjáðst vegna útlits þíns.“ „Alltaf,“ sagði hún, eins og hann hefði talað til enda. „Hefurðu ekki verið hamingju- söm með mér?“ spurði hann og lagði frá sér liníf og gaffal. „Með þér, jú, fullkomlega. En með sjálfri mér, nei.“ Hann sá, að hún herti sig upp, og hún hélt áfram. „Einu sinni sagði Stuart við mig, hann var fjögurra ára þá: „Af hverju ertu ekki falleg eins og aðrar mömmur?" Hann langaði til að huglireysta hana. „Þú veizt, hvernig börn eru,“ sagði hann. „Hræðilega sannorð,“ sagði hún. Hann reyndi að taka til við mat- inn á ný, liann var þess ekki um- kominn að bera fram andmæli. Er þau höfðu setið þögul um stund, hringdi hún borðbjöllunni, ávaxtaís var borinn inn, og þau neyttu hans. Þá fékk hann ekki lengur orða bundizt. „Heyrðu, Rut, ég veit ekki, hvað hér er á seyði. Þú hefur aldrei hag- að þér þannig áður. Ég hef heyrt aðra karlmenn tala um vandræði sem eiginkonur þeirra bökuðu þeim, og ég hef alltaf þakkað mín- um sæla fyrir, að þú skulir ekki vera eins og aðrar konur. En ef þú ert afbrýðissöm vegna konu, sem ég hef aldrei áður séð og mun aldrei framar sjá, óska ekki að sjá framar — drottinn minn, ég býst við, að ég sé umkringdur fallegum stúlkum á skrifstofunni — ég veit það ekki — ég lít aldrei á þær, en ég hef alltaf verið þakklátur fyrir að eiga friðsælt heimili.“ Hún stóð upp, hálfbrosandi, og hallaði sér upp að stólbakinu. „Leyfðu mér að vera einsömul í fimm mínútur," sagði hún. „En ef þú ert þjökuð yfir ein- hverju með sjálfri þér —“ „Aðeins fimm mínútur," sagði hún í bænarróm, „og svo fáum við okkur kaffi inni í dagstofunni, er það ekki? Það er búið að leggja í arininn, þarf aðeins að bregða upp eldspýtu." Hún gekk upp stigann og inn í sitt eigið herbergi og læsti að sér. Hún gekk út að glugganum, lauk honum upp og andaði að sér svölu kvöldloftinu, unz hún fann blóðið þjóta um æðar sér. Síðan lokaði hún glugganum, gekk að snyrti- borðinu og kveikti á öllum ljósun- unt, svo að ljósbjarminn frá þeim umlék hana. „Flónið þitt!“ sagði hún með sinni rólegu rödd, „erkiflónið þitt! Að þú skulir gleyma eftir öll þessi ár!“ Hún stóð grafkyrr og starði á sjálfa sig, óbifanlega kyrr með hendurnar samanfléttaðar í skauti sér. Tólf vetra gömul hafði hún
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.