Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 91
EIMREIÐIN
287
l*rt málin, svo að liann hefur staðið
ólíkt betur að vígi en þeir ferðamenn,
sem hafa orðið að reiða sig á túlka.
Þetta er saga og lýsing íslands frá
fornöld til nútíðar, skrifuð fyrir þýzka
lesendur. Til þess að lesendur Eim-
reiðarinnar geti áttað sig betur á efni
hennar, skulu hér settar kaflafyrirsagn-
irnar:
1. Úr jarðfræði íslands. 2. Um
landafræði íslands. 3. Landnám og
saga. 4. Rúnirnar. 5. Ritstörf. 6. Tung-
an 7. Grasaríkið. 8. Dýraríkið. 9. At-
Unnuhættir. 10. íslenzkir þjóðhættir.
°g 11. Reykjavík, höfuðborg íslands.
Höfundur skrifar formála og getur
þar margra merkra manna, sem hafa
''erið honum lijálplegir á rneðan á
dvöl hans hér stóð, bæði með upplýs-
lngum og annarri fyrirgreiðslu
Eins og sjá má af efnisyfirlitinu er
hók þessi mjög fjölbreytt. Þess er þó
varla að vænta, að í yfirlitsriti sem
þessu sé mikið um nýjungar, enda víst
ehki ætlazt til þess frá höfundarins
hendi. í kaflanum um málið kemur
hann með skemmtilegar athugasemdir,
þar sem er samanburðurinn á lág-
þýzku og íslenzku, en út í það skal
ehki nánar farið hér. ítarlegir kaflar
eru um fornminjar og byggingarsnið,
°S sögð er saga bókmenntanna frá
uPphafi ritaldar og til nútímans. Eins
°S gefur að skilja er valið á nútíma-
höfundum, sem nefndir eru, skrýtið,
eins og oft vill verða, þegar útlending-
ar eru uppfræddir. Ekki er gerð til-
1 aun til að skýra frá sérkennum skáld-
anna, annarra en þeirra, sem kunnir
eru 1 Þýzkalandi. Er það því hvorki
h>gl né fiskur. Ekki hef ég rekið mig
á neinar verulegar villur í bókinni,
enda ekki farið í ítarlega leit að þeim.
Lýsingar höfundar anda hlýju til lands
°g þjóðar, og hann hefur gert sér far
Utn greina sem ljósast frá, svo að
ókunnugum lesendum mætti að gagni
koma. Bókin er skreytt fjölda teikn-
inga eftir höfundinn, og eykur það
mjög á gildi hennar. Myndirnar eru
af húsum, mönnum og minjum og
lögð áherzla á það, sem sérkennilegt
er í augum útlendinga. Þó að hér sé
ekki um stóra bók að ræða, hún er
244 síður í fremur litlu broti, er hér
samankominn geysimikill fróðleikur.
Stíllinn er lipur og auðskilinn, jafnvel
fyrir þá, sem ekki eru sérlega lærðir
í þýzku, og ekki er að efa, að hún
vcrður mikið lesin í heimalandi höf-
undarins. Það er trú mín, að marga
muni fýsa að sjá sig um á Islandi eftir
að liafa lesið þessa bók. Höfundur lief-
ur með henni innt af hendi landkynn-
ingarstarf, sem er stórlega þakkarvert,
ekki sízt fyrir þá sök, að tekið er að
bera á ritum um ísland, sem þjóna
öðrum markmiðum en liollri fræðslu
umheiminum til handa, en allt tal um
„vígið í Atlanzhafi" og þvílíkt hlýtur
að vekja kuldahroll hjá hverjum góð-
um íslendingi sem hugsar í alvöru um
velferðarmál þjóðar sinnar.
Það er ástæða til að þakka höfund-
inum fyrir þessa bók.
]■ B.
Einar Guðmundsson: JÓLAEYJAN.
Útgefandi ísafoldarprentsmiðja
1964.
Jólaeyjan — jólasaga eftir Einar
Guðmundsson kennara, rithöfund og
þjóðsagnasafnara, — er ákaflega
óvenjuleg saga, vafalítið óhætt að
segja: mjög frumleg að efni og stíl,
innileg og hugðmettuð.
Hugmyndin — jólaeyjan sjálf, sem
berst á jólanótt að sandfjörum Meðal-
lands fyrir Golfstraumnum og öðrum
ókunnari straumum, óhafræns eðlis —
siglir þvert gegn kunnum náttúrulög-
málum; en engu að síður ber sagan