Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 70
266
EIMREIÐIN
Svo fleytist feigur maður á feigðarlegri skel,
hann þembist við og þambar til þess að bíða hel.
Hann reri á dauðadjúpið þar dimmast var að sjá,
þar mundi hann beinin bera og bezta friði ná.
Hann æpir hátt á andann, sem öndu honum gaf.
Svo hóf hann heljarstökkið og henti sér á kaf.
Hann kom ekki upp aftur, en aðeins bóla smá,
sem rakst á röðulgeisla, í roti dauð svo lá.
Og fyrir bana-Böku er barist nótt og dag,
þar allir, allir farast við eilíft sólarlag.
Nú heyrðist úti í heiði eitt harmi þrungið „Bí“
og bæði klerk og kirkju ég kenndi vel í því.
í heiðarinnar helgi var heilags anda stund,
er góður, dramblaus drengur nú drottins gekk á fund.
Og heilög var sú hátign í heiðlóunnar raust,
sem bað um ást og yndi. Og allt var hræsnislaust.
En eftir dánardægrið kom sú dæmalausa fregn,
sem öllum kom á óvart og öllum skilning gegn:
Að hann væri ekki heima og heldur ekki á Bauk,
úr þessum heimi horfinn var hvíslað áður lauk.
í þorpi á þessum bökkum var þorpari enginn til,
en margar kristnar konur með kirkjulegan yl.
Þar voru kirkjukappar og kirkjugöngumenn,
sem kunnu gamla kverið og kunna máske enn.
Sú heiðarleikans hersing nú hefja vildi leit
til þess að koma karli í kristilegan reit,