Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 88
284
EIMREIÐIN
þá, sem útskrifuðust úr Kennaraskóla
íslands árin 1962 og 1963.
Fyrsta hefti kennaratals kom út
1956, annað 1957 og hið þriðja 1958,
og skipa þau fyrra bindið. Það er
samtals 480 blaðsíður og í því eru
2089 æviágrip. í síðara bindinu eru
einnig þrjú hefti með 2095 æviágrip-
um, og er það jafnt hinu fyrra að
blaðsíðutölu.
I áðurgreindum eftirmála segir Ol-
afur Þ. Kristjánsson frá tildrögum og
undirbúningi kennaratalsins, en þar
getur hann þess meðal annars, að vet-
urinn 1944—1945, þegar hann var rit-
stjóri Menntamála, hafi hann birt þar
skrá yfir starfandi barnakennara á
öllu landinu. Síðar hafi Ingimar Jó-
hannesson kennari, nú starfsmaður í
Fræðslumálaskrifstofunni, haft orð á
því, að þarflegt væri að taka saman
æviágrip íslenzkra kennara, en þessi
hugmynd hafi ekki náð lengra, fyrr
en Vilbergur Júlíusson skólastjóri hafi
tekið málið upp og fengið Nemenda-
samband kennaraskólans til þess að
skrifa Sambandi íslenzkra barnakenn-
ara og Landssambandi framhaldsskóla-
kennara, þar sem óskað var samstarfs
þessara aðila um að fá samið og gefið
út kennaratal.
Þetta varð til Jress að skipuð var
nefnd til Jress að vinna að Jtví að
hrinda útgáfunni í framkvæmd, en í
nefndinni voru Vilbergur Júlíusson,
Guðmundur I Guðjónsson, Ingimar
Jóhannesson og Ólafur Þ. Kristjáns-
son. Síðan samdi nefndin við Prent-
smiðjuna Odda um að gefa ritið út
og réð Ólaf Þ. Kristjánsson til þess
að liafa ritstjórn bókarinnar á hendi.
Tekur Olafur það fram, að auk ágætr-
ar samvinnu við samnefndarmenn
sína og útgefanda hafi hann notið
mikilvægrar aðstoðar og fyrirgreiðslu
fjölmargra einstaklinga, svo og opin-
berra stofnana, svo sem Fræðslumála-
skrifstofunnar, Hagstofu íslands, Þjóð-
skjalasafnsins, Landsbókasafnsins o g
síðast en ekki sízt Þjóðminjasafnsins,
sem lánað liafi niikið af ljósmyndum,
og einnig hafi skrifstofa Alþingis
hlaupið undir bagga á þessu sviði.
Það má öllum Ijóst vera að verk sem
þetta hefði verið torleyst, ef ekki hefðu
margir aðilar lagt þar hönd á plóginn.
Hitt fer þó ekki milli mála, að Jryngst
hefur verkefnið hvilt á herðum rit-
stjórans, og má J>að út af fyrir sig
teljast afrek að ljúka þessu mikla
verki á ekki lengri tíma en raun ber
vitni, samhliða umfangsmiklu skóla-
stjórnarstarfi.
Kennaratalið er stærsta og yfirgrips-
mesta stéttartal, sem komið liefur út
hér á landi ,enda er kennarastéttin
orðin fjölmenn og ritið tekur til rúm-
lega 160 ára tímabils. Höfundur dreg-
ur ekki fjöður yfir það, að villur kunni
að hafa slæðzt inn í ritið á stöku stað,
enda heimildir ekki ávallt nægilega
traustar, og einnig vanti æviágrtp
nokkurra manna, sem þar hafi átt að
vera. En úr Jressu er nokkuð bætt með
leiðréttingum og viðauka í síðasta
liefti kennaratalsins.
Það lilýtur einatt að vera vandkvæð-
um bundið að ákveða riti sem þessu
ákveðinn ramma, bæði að ])ví er tekur
til æviágripanna sjálfra, — hversu ítar-
leg þau eigi að vera, og eins að hinu
leytinu, hverja eigi að taka með og
hverja ekki. Það kemur líka fram ]
eftirmálanum, að takmörkin mill’
kennara og annarra stétta hafi ekki
ætíð verið svo glögg, að auðsýnt vasri
hvar markalínurnar skyldu dregnar.
Raunar virðist í fljótu bragði sem
stundum hafi verið farið út fyrir hin£l
eiginlegu kennarastétt, enda J>ótt all"
ir, sem getið er í kennaratalinu haf'
einhvern tíma stundað kennarastörf,