Eimreiðin - 01.09.1965, Síða 32
Fyrstu skrif T. S. Eliots
Blaðað í kvæðum og sögum, sem hann
samdi, þegar hann var sextán ára, eða
árið 1905.
I
Eftir
Neville Braybroke
í skrám Brithish Museum er getið meir en þúsund bóka, sem
fjalla um líf og ritstörf T. S. Eliots. En þar hefur þó einn þáttur
orðið gersamlega útundan að kalla. Það eru æskuverk hans, einkum
smásögurnar, sem hann reit á skólaárunum í St. Louis. Virðist
þessi vanræksla enn undarlegri, þegar þess er gætt hve rnikið hefur
verið ritað um önnur atriði í sambandi við æsku hans; t. d. þá
staðreynd, að vissir kaflar í „Öskudegi", geti átt rætur sínar að
rekja til koparstungu af málverki Murillos, ,,Meyjargetnaður‘‘, sem
hékk á vegg heinra hjá foreldrum hans.
Þegar minnzt var aldarafmælis Washington-háskóla, lýsti Eliot
yfir því í ræðu, að hann hefði hlotið þá menntun, sem honum varð
mikilvægust, í Smith-menntaskólanum, og í þrem tölublöðum skóla-
blaðsins, dagsettum í febrúar, apríl og júní, 1905, er að finna fyrstu
kvæði hans og sögur, sem birtust opinberlega. Höfundarnafnið er
yfirleitt skammstafað, T. E., þó að það standi fullum stöfum undir
einu kvæðanna, þ. e. „A Lyric“. Kvæði þetta er ort í stíl Ben
Jonsons, og er þetta fyrsta erindið:
„If time and space, as sagas say,
Are things which cannot be,
The sun wliich does not feel decay
No greater is than we ...“
Tveim árum síðar var kvæði þetta endurprentað í „Harvard
Advocate" með nokkrum breytingum og hét þá „Song“. Þeir gagm
rýnendur eru sárafáir, sem gert hafa þetta kvæði, í báðum þesS
nryndum, að umtalsefni.
Þó eru þess enn færri dæmi, að getið sé fyrsta æskukvæðis Eliots-
Það nefnist „Fables for Feasters“, tólf vísur í fremur bæronskum
stíl, sem birtist tveirn mánuðum á undan „A Lyric“. Yfirleitt xrra