Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 90

Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 90
286 EIMREIÐIN þátt í því að viðhalda tungu liennar, og má það út af fyrir sig tejjast ný- lunda nú á tímum, að slíkar Ijóða- bækur komi á markaðinn. I. K. Dr. Haye W. Hansen: ISLAND VON DER WIKINGERZEIT BIS ZUR GEGENWART. Frankfurt am Main (Edward T. Cate) 1965. Þjóðverjar hafa allra manna mest fengizt við að skrifa um ísland og ís- lenzk efni, og hafa kynstur af bókum sem það varða komið út þar í landi. Auðvitað er margt af þessu misjafnt, eins og gerist og gengur, sumar þess- ara þýzku bóka hafa verið með end- emum, eins og t. d. ferðasaga Blejkens, sem Islendingar reiddust mjög og Arn- grímur lærði samdi heilt ádeilurit gegn, í hinum kynduga stíl þess tíma. Aftur liafa margar góðar bækur birzt um ísland á þýzku, má meðal þeirra nefna rit próf. Paul Herrmenns, dr. Carls Kuchlers og fleiri mætra manna, að ógleymdum vísindaritum Konrads Maurers, en þau voru beinlínis vopn í sjálfstæðisbaráttu okkar, og Maurer var mikill stuðningsmaður Jóns Sig- urðssonar, eins og kunnugt er. Allt í allt hafa líklega komið út á þýzkri tungu fleiri og merkarí rit um ísland, sögu þess og bókmenntir, en á nokkru öðru máli. Fyrir og um aldamótin kom hin mikla íslenzka bókmenntasaga J. C. Poestions út, löngu áður en nokk- ur bókmenntasaga yfir nútímann var skráð á íslenzku. Þýðingar á íslenzk- um skáldritum komu og snemma út á þýzku; sögur Gests Pálssonar, Einars Hjörleifssonar (sumar), Þorgils Gjall- anda, séra Jónasar á Hrafnagili og heil ljóðaúrvöl íslenzkra skálda komu út á þýzku („Islandsbluten"), auk þess sem íslenzkir fræði- og vísindamenn áttu jafnan bakhjarl í Þýzkalandi, fengu rit sín þýdd á þýzku (dr. Valtýr Guðmundsson, Þorv. Thoroddsen og Helgi Pjeturss), og komu skoðunum sínum þannig á framfæri á alþjóðleg- um vettvangi. f hinum fyrri árgöng- um Eimreiðarinnar má glöggt sjá, hví- líkan áhuga þýzkir fræðimenn liöfðu á íslenzkum efnum, og sá áhugi mun enn vera við lýði. Eins og áður er drepið á er auðvitað feikimargt nauða- ómerkilegt í öllum þessum kynstrum, en það afsakar engan veginn það tóm- læti, sem hér hefur ríkt í þessu efni, svo að ekki sé minnzt á það regin- hneyksli, sem mun liafa átt sér stað hér á stríðsárunum, er efnt var til sýningar á ritum erlendra fræðimanna um fsland, án þess að einn einasti þýzkur höfundur væri nefndur, eða þýzkra rita um ísland getið. Hvort sem því réð ótti við hernámsveldin hér, eða kotungslegur sleikjuháttur og minnimáttarkennd, getur sá er þetta ritar ekki sagt um, en allir skyniborn- ir menn vita, að það er ekki hægt að láta sem rit Konrads Maurers séu ekki til, þegar getið er þess, sem skrifað liefur verið bezt um ísland af útlend- ingum. Skiptir þá engu máli, þótt her hafi setið erlendur her, sem auðvitað kom ekki slíkt við, nema því aðeins að liernámsyfirvöldin liafi í heimsku sinni bannað lilutlausan fróðleik af því að hann var þýzkur, en þá væri nauðsynlegt að fá það upplýst frá rétt- um aðilum, til þess að forðast sögu- fölsun í íramtíðinni. Sú bók, sem hér liggur fyrir, er eftir þýzkan málara og sérfræðing í forn- aldarsögu (práhistoriker). Hann kom fyrst hingað til landsins 1949 og hefur dvalið hér um árabil. Hann hefur, að því er honum segist sjálfum fra> snemma fengið mikinn áhuga á forn- norrænni sögu og stundað nám i þeirri grein við Hamborgarháskóla. Hefur hann ferðast um öll Norðurlönd og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.