Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 57
EIMREIÐIN 253 var — jafnvel að þér hefðuð ekki tekið eftir mér,“ sagði hún. Hann brosti við. „Það yrði erfitt að telja nokkrum trú um slíkt,“ sagði hann, og um leið gramdist honum að hafa gefið henni þannig undir fótinn, því að nú varð and- Ht hennar milt og hún roðnaði við. .,Það er rnjög vingjarnlega sagt af yður,“ sagði hún. „Ég er viss um, að þér eruð vænn maður.“ Hann óskaði þess að geta aftur horfið til þagnarinnar, en nú hafði hann fyrirgert því. Hann sagði því stuttlega til þess að stöðva frekari trúnað af hennar hálfu: „Auðvitað er þetta sjálfsagt, ef yður er eitt- hvert lið í því. Konan mín er vön að bíða eftir mér í bíl úti fyrir stöðinni.“ „Ó, þakka yður fyrir,“ sagði hún °g varð aftur hljóð. Gagnstætt vilja sínum varð hon- ttm hvað eftir annað litið til henn- ar- Hún sat grafkyrr, og hann sá htgran vangasvip hennar undir dökku hattbarðinu og mjallhvítar hendurnar, sem hún hafði kross- Hgt í skauti sér, skáru af við svarta kápuna. Hann reyndi að hamla á tnóti forvitninni, sem ósjálfrátt s°tti á hann. Hann leit undan, en gat ekki stillt sig um að líta aftur a hana, fyrst og fremst vegna þess að hann hafði aldrei fyrr — eða svo Vlrtist honum nú — séð konu, sem var í sannleika fögur. Ekki svo að shilja að slík fegurð væri svo mikil- Væg í augum hans, hugsaði hann eins og tryggum eiginmanni sómdi. Hann vissi manna bezt, að fegurð var sízt af öllu grundvöllur sannr- ar hamingju milli manns og konu. Rut var ekki fögur. Hann lokaði augunum á ný og hugsaði til hennar og brosti lítið eitt. Rut var svo algerlega hrein- skilin — jafnvel gagnvart sjálfri sér. Hún gerði aldrei minnstu tilraun til að sýnast lagleg. Hún hló ekki að sjálfri sér fyrir ófríðleik sinn, henni virtist blátt áfram sama um hann. Og henni var svo margt ann- að vel gefið, að hann hafði ekki saknað þess, þótt hún væri ekki fögur í andliti. Lestin rann inn á brautarstöðina í Lynnton, og hann spratt á fætur. Hann var sér glöggt meðvitandi um samferðarkonu sína, en hann snaraðist fram ganginn, eins og hann var vanur. Vagninn hafði runnið fram hjá brautarpallinum, og hann varð að stökkva út á gang- brettið. Hann hafði tekið tvö löng skref, þegar hann heyrði hana kalla til sín: „Viljið þér gera svo vel og rétta mér höndina?" Hann sneri sér við og sá, hvar hún stóð á vagnþrepinu og reikaði við. Lestin var þegar tekin að lireyfast. Hann fleygði frá sér skjalatöskunni. Ósjálfrátt rétti hann upp hendurnar, og hún varp- aði sér í faðm hans. Eitt andartak fann hann mjúkan líkama hennar í örmum sér og angan af ilmvatni. Hún færði sig óðar frá honum og horfði í kringum sig. „Fóru engir aðrir hér út?“ spurði hún. „Nei,“ svaraði hann stuttlega. Hann tók upp skjalatöskuna og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.