Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 69
EIMREIÐIN
265
Nú vissi hann það var þetta, sem þjakað hjartað skar
af víni dauða-drukkinn á degi hverjum var.
En hætta allt í einu og eins og heimtað var
var krafa óðs manns æðis og illgjarnt hugarfar.
Er vandamenn og vinir nú voru honum gegn
°g heimafólk hann hatar, það honum varð um megn.
Nú átti hann hvergi heima í heimi, nema þar,
sem himnadrottinn hái í heilagleika var.
En faðir alls og allra með ástríkt hugarþel,
sem skóp þau skel og báru, hann skilur þetta vel.
Er brotna bátinn sér hann, með blíðufögrum svip,
þá mælir guð hans góður: Ég gef þér stærra skip!
Nú sá ég formann fella eitt fagurt tár á kinn.
Hann fór með Faðirvorið og friðar huga sinn.
Hér kenndi hann krókavegi og kunnugt var um það
hvar ferjubátur fúinn hér fólst í góðum stað.
Hann skyggnist um og skundar og skyndir sinni för,
unz fátæklega ferju hann finnur hér í vör.
Til þess að herða upp hugann, sem hörmulega bað
að hætta nú við helför, sem hér hann stefndi að,
hann dregur „bokku“ úr barmi, frá Bauki gamla liún var
°g hana í tveimur teygum hann tæmdi, í verki snar.
°g horfin var nú hræðsla, úr huga víl og kvein.
^vo tók hann húfu af höfði og hana lagði á stein.
°g vænum steinavölum í vasa sína tróð.
Eá báti út hann ýtti og einn hann bátinn hlóð.