Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 66
262
EIMREIÐIN
Hann lítur upp til loftsins, sér lítið skýjafar.
Hann mænir hátt til himins. Já, hvernig viðrar þar?
Nú fer hann ekki í fjöru að finna bátinn sinn.
Hann gengur upp með ánni. Það undrast liugur minn.
Hann gengur, hvimar hljóður, og huga grípur minn
hann sé að kasta kveðju á kotin hinzta sinn.
Ég heyrði suma segja hann sæti oft á Bauk,
er berserks æði brimar og brotin alda rauk.
Gegn ofviðri og ósjó gat orðið mikil þraut
að berja fyrir Böku, er brimið svall og þaut.
En skæður skerjagarður, þar skírður Baka var.
Þó blindsker væri Baka, hún báruhálsa skar.
Að baki jómfrú Böku var blíð og falleg vör
sem bát á kinnar kyssti, er kom úr svaðilför.
Að berja fyrir Böku var börnum ekki hent,
en ekki fékk hann aðra í æsku skólamennt.
Nú stutt var heimleið héðan, gat hún þó orðið ströng.
Hér stóð á bakka Baukur og búðin fingralöng.
Sú búð tók bezta fiskinn, og borgun fyrir hann:
að hálfu einhver úttekt, sem eiginkonan fann.
En lielmings arðs af afla, það á að gefa hann
Kongens og Kirkens Ven ved Navn: Den store Klaus í Köbenhavn.
í húsi liér ið næsta, þar hjartans röðull skín
var setið oft að sumbli og sopið brennivín.
Hér kysstust gamlir karlar og kesknisfullir senn,
hér sælir urðu sjómenn og sveitaglaðir menn.