Eimreiðin - 01.09.1965, Blaðsíða 41
EIMREIÐIN
237
einn mun ég uppréttur standa með útsýn að
hinzta djúpi:
Öll sæla og sorg er bjó hjá oss, hver sál er
það með oss bar,
allt flýgur úr nútið frá oss í freyðandi röst
þess sem var.
Og handan við auðnarhaf er heljar fallandinn
striður,
sem fleyturnar fœrir i kaf, en dauðinn i
djúpinu bíður.
Þar skapast og skríður fram eins og skrimsl,
er marvaðann treður,
með uppreiddan ylgjuhramm og áfram i hamförum
veður
með augljósar ógnir og duldar og almœtti
forlagavalda
freyðandi i fárviðri Skuldar liin feiknlega
veraldar alda.
Á bak er að sjá eins og brest, sjálfur botninn
er nakinn þar,
fram undan þruman er fest, sem fangi hún
tekin var,
öll veðrin tröllaldan teymir, af tárum er
drif liennar salt,
allt stundlegt í svelginn streymir, og stöðugt
tortimist allt.
Um erfiði dag eftir dag og baráttu stund
eftir stundir
hún kveður sinn blóðþyrsta brag um blœðandi
lífsins undir.
I stormgusti hennar um haf fara stunur
ófæddra anda,
en endalaust ólgar kaf og ei sér til
neinna stranda.
Til himins hún hefur sinn fald og gnæfir við
stjarnanna stól,
án vægðar er hennar vald meðan veltur
timanna hjól.