Eimreiðin - 01.09.1965, Side 36
232
EIMREIÐIN
Paumuto-eyjaklasanum — þó að nafn hennar, Matahiva, sé ekki
finnanlegt á neinu landabréfi. Er Magruder fyrsti hvíti maðurinn,
sem stígur þar á land, og þar sem svo vill til að kóngur eyjarskeggja
er nýlátinn, álíta þeir framandlegan hörundslit skipstjórans guð-
lega bendingu um að hann eigi að gerast kóngur þeirra. Fá þeir
honum kvennabúr, konunglegan fiskibát og höll, sem „er viðlíka
að stærð og eldiviðarskýli.“ Hefur hinn nýi kóngur það síðan helzt
fyrir stafni að baða sig og drekka sig fullan.
Hinn nýlátni kóngur hafði hins vegar þann háttinn á að gleypa
eld og leika reipagaldur, en Magruder kann hvorugt. Ekki reynist
síendurtekið ölæði hans heldur „nógu merkilegt... til að vekja
aðdáun.“ Hann gerist því valtur í sessi og ein af þrælum hans varar
hann við yfirvofandi uppreisn og ráðleggur honum að flýja. Hleð-
ur hann því hinn konunglega bát vistum og lætur í haf tafarlaust.
Hann tekur stefnu á Tahiti, en þangað er „þrjú hundruð mílna
leið“ og þar lendir hann tveim vikum síðar eftir atburðalausa
siglingu.
Á þeim sextíu árum, sem liðu frá því er sögur þessar birtust,
gerði höfundur þeirra víðreist. Oft er eyjum lýst í kvæðum hans,
alloft í sambandi við drukknun — þó að drukknun geti víðar komið
til greina en í sjó. í kvæði hans, „Morning at the Window“, sem
birtist í „Prufrock" ljóðasafni hans, er einnig strætunum líkt við
haf, þar sem fólk drukknar. „Myrkar holskeflur þokunnar þeyta á
faldi. . . afskræmdum andlitum af botni strætisins.“ Því að megin-
atriðið í mörgum af kvæðum Eliots eru sjóferðir í einhverri merk-
ingu; þeir, sem eru í förum, koma ekki samir í höfn og þeir lögðu
frá landi, því að þeir hafa orðið fyrir því á sjóferð sinni, sem aust-
ræn trúarbrögð kalla metempsychosis en kristnir hugarfarsbreyt-
ingu. Sjóferðasögur hans í æsku, frá Honolulu og Tahiti, kunna
að hafa verið hugarfóstur eitt, en þær mörkuðu stefnuna. Þá er
þeirri sput'ningu ósvarað — hversvegna sigldi þessi sextán ára dreng-
ur hugarfleyi sínu um Suðurhöf?
Þegar hann var fjórtán ára að aldri, og samtíðarskáldskapur vakti
ekki á neinn hátt áhuga hans, hafði hann lesið „Rubáiyát“ eftir
Omar Khayyám. Þessi þýðing Fitzgeralds hafði svo sterk áhrif á
hann, að hann sagði síðar, að sér hefði birzt nýr heimur í björtum,
fögrum og sterkum litum. En sá heimur var fjarlægur — á Austur-
löndum. í samanburði við það voru eyjarnar, Hawaii og Paumota
á Kyrrahafinu, nálægt honum í St. Louis og umhverfi hans á Nýja