Eimreiðin - 01.05.1969, Qupperneq 14
84
EIMREIÐIN
greiða andvirðið, þegar við kom-
um heim, sagði hann.
— Það skal aldrei verða, að
ég láti þér eftir ambáttir mínar
og Kormlöðu sel ég ekki. Krefst
ég þess eins, að þú látir hana í
friði. Kormlöð, komdu með mér,
svaraði hann snúðugt.
— Ég fer heim með Náttfara
en ekki með þér, svaraði hún og
gekk upp að hlið Náttfara.
Þá sótroðnaði Garðar af reiði
og hreytti út úr sér.
— Ætlar þú ekki að hlýða
mér? Það skal þér aldrei haldast
uppi.
Hann stikaði að henni og
þreif í öxl hennar. En hún gaf sig
ekki, stóð kyrr og spyrnti á móti.
Þá sneri Náttfari sér að honum
og sagði:
— Það er mér að mæta, ef þú
ætlar að leggja hendur á Korm-
löðu.
Þá sleppti Garðar konunni
skyndilega og réðst á Náttfara.
Náttfari tók hraustlega á móti og
ekki höfðu þeir lengi tekizt á,
þegar það var ljóst, að Náttfari
hafði í öllum höndum við hann.
En Garðar hamaðist þó sem óð-
ur væri. Lauk þeirra viðureign
með því, að Garðar féll og lét
Nátfari kné fylgja kviði og
þjarmaði að honum um stund.
Svo stóð hann upp og sleppti
honum og gekk til Kormlaðar, og
fóru þau bæði þegjandi aftur út
á Höfðann.
Þau sáu, að Garðar stóð upp
hálf dasaður og hélt í áttina til
skálans.
Trúði Kormlöð þá Náttfara
fyrir því, að Garðar sæktist eftir
blíðu hennar, en hún hefði and-
styggð á honum, því að hún vissi
að hann vildi aðeins njóta henn-
ar um stundar sakir. Þótti þeim
nú minni von um að fá að njót-
ast en áður.
Eftir þetta uppgjör leitaði
Garðar ekki á Náttfara að fyrra
bragði. Hann sýndi honum að
vísu fálæti, en var það skynsam-
ur, að honum var ljóst, að ekki
mátti koma upp opinbert ósam-
lyndi í þessum fámenna hópi, og
dró sig því í hlé, þegar hann
rak sig einnig á ósveigjanlegan
vilja Kormlaðar. Þann vilja
treysti hann sér ekki að beygja.
Og svo var það nokkru síðar eitt
tunglskinskvöld, þegar Náttfari
gekk með Kormlöðu þar dálítið
inn fyrir víkina, að hann varpaði
því fram við hana, hvort þau
ættu ekki að verða eftir, þegar
skipið léti úr höfn með vordög-
um. Hún var þegar hrifin af hug-
myndinni. Hún stóð þarna við
hlið hans dökk yfirlitum með
brún glampandi augu og ljóm-
andi af lífsfjöri. Hún var þrótt-
mikil og hugrökk að eðlisfari og
vildi bjóða öllum hættum birg-
inn, ef hún aðeins fengi að lifa
í frelsi með manninum, sem hún
elskaði. Því að hún óttaðist, að