Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Page 21

Eimreiðin - 01.05.1969, Page 21
Háskólabréf frá laganema eftir Þorstein Antonsson Nýja-garði í maí 1968. Rektor! sem nemandi þinn hef ég hvað eftir annað heyrt þig ítreka, að við laganemarnir ættum að gera okkur grein fyrir afstöðu lögfræðinnar meðal einstakra greina þjóðfélagsvísindanna. Nærtækari spurningum er þó látið ósvarað: Er lögfræði vísindi? Hvað er vísindi? Hver er staða þjóðfélagsvísindanna innan þess hug- taks? Yfir dyrurn hátíðarsalarins miðsvæðis í skólabyggingunni stóð eitt sinn letrað: „Visindi efla alla dáð.“ Letrið var fjarlægt. Nú stendur þar: „Mennt er máttur." Hvernig ber að túlka þessi sinnaskipti? Hvernig á ég að fara að því að kynna mér önnur félagsvísindi? Get ég hlýtt á fyrirlestra í öðrum deildum háskólans? Þó svo væri. Varla yrði ávinningur af slíku einstæðu frumhlaupi. Nægir manninum ekki sín grein? yrði spurt. Hvað þykist hann vera? Séní? Annar Leonardo? Og það eru liarla lítil líkindi til að ég hitti á kynningu greinarinnar við slíkt fádæma frumhlaup. Yfirlit yfir mitt fag hefur enn ekki verið látið í té í þeim tímum, sem ég hef sótt (ég hef hlýtt á flesta fyrir- lestra tveggja síðustu missera). Engin heildarmynd. Jafnvel ekki minnst á námsbókamagn greinarinnar. Eða tengsl hvers fags við önnur svið lögfræði. Er engin sistematik til í þessu moði? Hvað er lögfræði? Hver er raunveruleiki hennar? Hvernig verður hún til? Af hverju? Hvernig get ég tengt liana (ekki félagsvísindum, fari það og veri), heldur

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.