Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Side 25

Eimreiðin - 01.05.1969, Side 25
háskólabrf.f frá i.aganema 95 og líflausri þögn viðstaddra, sem aðeins er rofin af hrikti í véllinda ein- hvers nemendanna, hóstakjöltri eða vanhugsuðu fnæsi. Hvernig lítur bekkurinn út í augum þínum? Þetta eru varla neinar óþekktar stærðir lengur, fremur lífræn samfella, kannski gamalkunnug og hlýleg eins °g bletturinn á bakvið húsið þitt, eða hversdagsleg, þó tilgangsrík, eins °g skólpdýr í augum líffræðings. Eru nöfnin orðin svæðisheiti eins og latnesku nöfnin á líkamshlutunum eru lækninum, að því þó frá- brugðnu, að þetta seigfljótandi hlaup breytir innbyrðis afstöðu hvers hluta? Varla er manneskjan neitt afgreint atriði lengur frá þeim ein- stöku hugmyndaskiptum, sem verða milli þín og hlaupsins. Er það »,agressionin“ gagnvart annarleik þessa lífræna kökks, sem heldur huga þínum svo virkum meðan á kennslu stendur?Nei, sjálfsagt yrði ég að fara í aðra deild til að fá svar við því. Mín svör þá: Það er til ills eins að dylja sjálfan sig og aðra þess, að með innræt- ingu laganemans er verið að móta þá, sem munu taka við stjórn lands- ins — ekki aðeins það, heldur ráða lögfræðilega innrættir menn stefnu heimsmála. Hvernig gengur nú prósessinn fyrir sig? Fyrir tilstilli viljafrjálsra og þar með ábyrgra einstaklinga í þjóð- félagi verða atburðir, sem höfða til réttarvirkni. Um þá fjalla dómstól- ar. Leiddar eru sönnur að atburðunum með samanburði á yfirlýsingum vitna, jafnframt því að vettvangur atburðanna er kannaður. Þegar feng- ist hefur eins skýr mynd og auðið er af, hvað raunverulega skeði, er at- hugað, hvort lög nái yfir atburði sem þessa. Og hvað eru þá lög? Lögin eru einstakar lagagreinir, sem hver fyrir sig er setning eða samröðun setninga, er mynda vitræna heild. Ein setning er merkingarleg eining eða slíkar einingar, sem lesnar verði úr sömu samröðun orða. Þessi skilgreining gildir aðeins meðan maður, sem er nægilega viti borinn til að skilja samhengið, dvelur hugann við lagagreinina; þar fyrir utan er hún — ekkert. Virkni lagagreinar er kom- in undir vilja dómarans. Annars vegar verður sú virkni fyrir tilstilli vélrænnar innrætingar hans, og hann beitir setningunni samkvæmt orð- anna hljóðan, eins og það er kallað, eða hann sveigir hana vísvitandi að takmarkatilvikum, með vökulum vilja á stund framkvæmdarinnar. Síð- ari aðferðin þykir fræðimönnum gera fræðin óvísindaleg. Lögin fjalla yfirleitt um þá atburði, sem mest líkindi eru á að komi upp í þjóðfélagi; þau eru meðallagsreglur og stöðlun atburðarása. Verði nú hægt að heimfæra atburðina til einhvers staðalsins knýr dóm- arinn þann aðilann, sem ábyrgur er að atburðunum, til ákveðinna at- hafna í nafni þeirrar lagagreinar. M. ö o. maðurinn er dæmdur sam- kvæmt bókstafnum og hlýtur að afplána sinn dóm.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.