Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Side 28

Eimreiðin - 01.05.1969, Side 28
98 EIMREIÐIN við innrætingu hugarfars. Mönnum lærist, hvernig þeir eigi að sjá lilut- ina, ekki hvernig hlutirnir sjálfir eru. Og sá lærdómur á uppruna sinn í háskólum. Lögfræðin,: þessi bastarður í musteri vi/.kunnai', er nú, þegar afstæði vísindagreina fær ekki dulizt lengur, raunsönnust fræði- grein. Þar fyrir utan er lrún tvimælalaust voldugust. Allar vísindagreinar hafa þokast inná það svið, sem lögfræðinni liæfir. En hún hefur hinsvegar á löngunr tíma sýkst af lögmálsáráttunni og kröfunni sem haldið liefur verið á loíti í nafni vísinda um algildi lögmála þeirra. Lögfræðin liefur afskræmst af viðleitni fræðimanna til að semja liana að þeim stakk, sem vísindunum hefur verið sniðin; van- metakennd fræðimanna í lögum gagnvart vísindum er gi'átbrosleg. Allan þann tíma síðan vísindi urðu ieiðarljós mannkyns hafa fræðimenn ekki látið af að reyna að uppfylla þau inntökuskilyrði, senr grein var á sínunr tíma talin verða að uppfylla til að hún gæti talist gild vísindi. Þessi undanlátssemi eins hugarfars við annað lrefur svo vegna árangurs- leysis valdið stöðnun á sama tíma sem það hugarfar, er af bar, hefur orðið framandi jafnt vísindum senr heimspeki. Vinnubrögðin skýra lægingu fræðimannsins gagnvart vísindadýrk- un nítjándu aldar: Gerúm ráð fyrir að í þjóðfélagi einu hafi um langt skeið verið lrafður sá háttur á, að taka menn af lífi fyrir vísindalegar uppgötvanir en láta hinsvegar manndráp viðgangast refsilaust. í veru- leikanum er þessu að vísu þveröfugt varið, en stundum getur verið gagn í að skoða jafnvél alla mannkynssöguna á ranghverfunni. Utúr réttarkerfi sem þessu mundi fræðimaðurinn lesa sínar meginreglur. Hann fyndi réttarlegt orsakasamband milli tjáningar á einlægum per- sónulegum skilningi og réttlættrar aftöku liins sama. Hann fyndi þessu orsakasambandi samstöðu við önnur fordæm! og ályktaði: Meginregla laga er að sjálfstæð hugsun sé refsinæmt athæfi. Síðan mundi fræðimað- urinn velta fyrir sér, hve sjálfstæð hugsun þyrfti að vera til að verða réttarvekjandi; hvgða atriði spiluðu inní til að í einu tilviki leyfðist meira sjálfstæði en í öðru. A þessu verður séð hvílík starblinda lög- fræðin er. Frá því að telja sök sjálfstætt fyrirbæri er ekki nema eitt skref yfir í það að réttlæta hverskyns ógnarstjórn. Það er rangt að ætla kerfi úrskurðavald urn sekt, jafnt lögfræðilegu kerfi sem öðrum. Sök er rnilli tveggja; annar verður fyrir ásökun hins, sem ætlar Jrann fyrri hafa brotið í bág við Jrað siðferði sem hann sjálfur játast undir. Burt með allar skikkjur og hárkollur úr réttarsölum og bindið frá augum Júríu. Efni lögfræðinnar tæki á sig raunrétta rnynd, ef ekk i væri reynt að grundvalla það á heilabrotum fræðimanna, m. ö. o. ef fræðimenn brytu ekki svona mikið heilann um aðra fræðimenn, heldur væru lögð til grundvallar atvik, sem orðið hafa aflvakar réttarvirkni og þessir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.