Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Page 29

Eimreiðin - 01.05.1969, Page 29
háskólabréf frá i.agaxema 99 aflvakar útleiddir. Með því að einskorða sig við atburðinn — Pétur, sem sló Pál t. d. — yrði komist hjá að sliga nemandann andlega. Það vaeri ekki svo lítill ávinningur. Síðan yrðu tilteknar ályktanir fræði- manna um sambærileg atvik og réttarvörzlulegar afleiðingar þeirra. Og síðan kæmi höfundur skorinnort með sínar eigin niðurstöður. Á flestar fræðibækur um lög vantar bæði haus og hala; höfundur tjáir ekki hug sinn og fólkið sjálft, sem hinir ábyrgu aðilar, er undanskilið. Námsbækurnar við lagakennslu í liáskólanum eru að miklum hluta á dönsku. Talið er að það lengi yfirferðartímann um þriðjung. Undar- legt að þurfa að búa við sömu aðstöðu og nemi við erlendan háskóla hvað námsbækur snertir, og nema þó í sínu eigin heimalandi um réttar- kerfi þjóðar sinnar, undarlegt vegna þess að þjóðin er í öllum forms- atriðum sjálfstæð og með henni er uppi sérstakt tungumál, sem að vísu er ekki fullkomið fremur en aðrar tungur, en ekki lrefur komið til tals að leggja niður. Þegar það bætist við, að réttarkerfi og framkvæmd meðal Dana er í ýmsum atriðum frábrugðið því, sem hér tíðkast/ en engir lyklar látnir fylgja við námið að þessum mismun — við þurfum ekki aðeins að flá kött í gegnum danskt réttarkerfi við laganám á ís- landi, heldur kynnumst við svo hinu íslenzka af getgátum sjálfra okkar — þá er ljóst að ástandið er ekki við unnandi. Enda liggur beint við að þýðing þar til hæfra manna á þessum verkum væri ekki lengi að borga sig, þótt hún væri kostuð af ríkisfé. Að spyrja, hvort mönnum þyki betra eða verra að læra námsbækur á erlendu máli er hjákátlegt — þessir menn eru ekki við erlent tungumálanám. Hvernig skyldu áhugamenn um íslenzka tungu, þeir sem ekki líta á hana sem skrautgrip, heldur lífsnauðsynlegt tjáningartæki, líta það, að eina leiðin, sem nemar í lögfræði hafa til að öðlast íslenzk tjáningar- form yfir þau hugtök, sem eru meginuppistaðan í námi þeirra og fram- tíðarstarfs, er að grípa þau á lofti, þegar þau hrjóta af vörum mismun- andi fljótmæltra kennara og útúr því samhengi, sem efnið hefur hverju sinni? Hvar er orðabókin? Fagorð lögfræðinnar eru annaðhvort óskilj- anleg öllum þorra manna, eða þau verða margræð að merkingu vegna þess að hver og einn hlýtur að geta sér til um merkingu þeirra. Háskólinn er labbakútslegur að utan, að innan er hann eins og bræðsluofn. En sumpart eins og grafhýsi. Að fara í tíma: Það er gengið innum stórar glerdyr inn í vítt hol með stigum á báða vegu og göngum fjær og vænghurð á móti handan mikils gólfflatar. Vfir þennan flöt verður maður að ganga til að komast í fatahengið hægra megin við vænghurðina og undir augnatilliti afar gagnrýnins fólks, sem stendur tveir og þrír saman en sumir stakir reykjandi. Vinstra megin er jarðhola og dragtjöld fyrir. Þar niðri er salerni. Frá

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.