Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 30
100 EIMREIÐIN því stafar þeirri lykt, sem jafnan er í anddyrinu. Birtan er stálgrá, vegg- irnir gráir, tröppustallarnir ljósari og lágur samræðuniður í loftinu. Öðru hverju heyrist nístandi hlátur; þessi undarlegi hlátur, sem svo rnargir háskólanemar eiga sammerkt. Fatahengið er oftast fullt og eftir að ég hef gengið frá frakkanum, þannig að ekki sér í gatið í háls- málinu, fer ég til stofunnar. Fyrir enda ganganna á efri og neðri hæð eru gluggar frá gólfi til lofts og brúnn gólfdúkur speglar hvítri birtu. Stofur eru á báða vegu við gangana, hurðirnar dökkgrænar merkt- ar krómuðum rómverzkum stöfum og mjög lokaðar; rannsóknarstofur á neðri hæð í hægri álmu, kennslustofur í hinum, auk þess kennara- stofa, kabella, lesstofa og skrifstofur. Þegar komið er upp stigann, sem hefur krómað handrið — og maður gengur setlega því ef farið er hratt, þarf maður von bráðar að hlaupa eða hægja á sér, sem hvort- tveggja er óviðurkvæmilegt — stendur maður annarsvegar við hol líku eldhólli vegna þess að veggirnir eru af stórum gulbrúnum plötum eins og risavaxnir múrsteinar, sviðnir. Gangarnir liggja til sitthvorrar hand- ar og verönd yfir sjálfu anddyrinu, þar innaf holið. I það er skipað grænum stólum meðfram veggjunum, lág borð og vænghurð fyrir miðju eins og niðri. Þessar hurðir eru að því leyti frábrugðnar hinum, að mann langar til að vita, hvað sé á bakvið þær. Innaf holinu er há- tíðarsalur/lesstofa; á neðri hæðinni er bókasafn skólans. Súlurnar frammi eru ferkantaðar og uppvið þær öskubakkar úr steini. í stólunum sitja menn á hljóðskrafi og reykja. Umræðuefnið er hitt kynið og vín. Á móti holinu er gluggi, afmarkaður niðri frá dyrunum af digrum steinbita og nær allt upp til loftsins skiptur upp- úr og niðrúr af steinstrimlum, sem deila birtu og rökkri þannig að minnir á grafhýsi. Allt í einu tekur mannfjöldinn kipp og ég með. Kennarinn er að koma upp stigann. Hann bíður meðan hópurinn er að streyma inní stofuna, kemur síðan inn sjálfur og tekur sér stöðu við púltið. Nem- endasætin eru bekkjaraðir með áföstum borðum, innbyrðis samföst- um, skólatöskustólum og borðröndin framanvið hvert sæti er sveiglaga. Borðin eru svört. Bekkirnir eru níðþröngir, hreinasta helvíti að sitja inn í bekknum, skárra að taka sæti við ganginn öðru hvoru megin. Athugasemdabók er dregin upp, sumir glósa niður við púltið, ég kýs fremur að hafa bókina á hnénu. Á hilluna undir borðinu eða borð- röndina hefur verið skorið fangamark og maður undrast, hvernig hef- ur verið hægt að koma við slíkum persónulegum innskotum hér. Skýr- ingin virðist ekki geta verið önnur en að hér séu fátæklegar leyfar frá gengnu menningarsögulegu tímabili. Kennarinn er tekinn til við að stama út úr sér námsefninu. Ég tek fyrir einn, sem hvorki er betri né verri en hinir. Sjálfur er mað- ur búinn að setja sig í neytendastellingar. Ber hann augum. Svört
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.