Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Síða 32

Eimreiðin - 01.05.1969, Síða 32
102 EIMREIOIN kvæmt vali, þar eð ég hef ævinlega sezt aftarlega til að komast hjá að verða tekinn upp. Lýsir maður tilfinningum sínum, umhverfinu, því, sem fer fram? Ef hið síðastnefnda er valið.væri ómögulegt að lesa úr frásögninni uppruna hennar, manninn, umhverfið, sérkennileika þess. Ef fyrstu tvö atriðin eru valin, verður frásögnin meiningarlaus. Það verður að segja það allt.. Skjálfandi handahreyfingar mínar og sessunauta minna, þegar hönd- unum er vikið af skriffæri eða úr kyrrstöðu; hóstabylgjan, sem fer um hópinn, ef einn hóstar. Stellingin, að sitja svo hokinn í bekknum, að hnén nemi við borðhliðarnar en rekist ekki í fætur sessunautar- ins. Næstum ómótstæðileg löngun til að líta á móti augnatilliti. Hjá- kátleiki þess að horfa upp til flóðljósanna í loftinu, gegn bláu skini þeirra, firrð þess, að ekkert skuli vera í gagnsæjum kulda þeirra, sem markast frá öðru. Óhreinindi rúðanna; bílastæðið fyrir utan; báru- járnsgirðingin, fjölbýlishúsin handan við og hraðskreiðir bílar á Suður- götunni eins og hornsíli í gruggugu vatni. Hvernig augnaráð skriplar á rúðunni og fellur aftur inn í stofuna. Birtan á öxl stúlku útvið glugg- ann, livít á ljósblárri peysunni. Og skyndilega öðlast græn gluggatjöld- in á bakvið sjálfstæði og dýpt, fellingar þeirra, þunglamalegar, koma fram hrímgráar, þar sem sér á langveg þeirra og blá peysan, glugga- tjöldin, svart hár stúlkunnar, öðlast snöggvast loftkennt samræmi, síðan er þessi morgunskíma farin lijá. Stúlkan situr hreyfingarlaus, starir fram bláum augum, tómlega; peysan er valin í samræmi við lit augnanna. Svo þyrstur er hugur minn eftir litum, sem ekki eru tengdir milljón þrúgandi reynsluatriðum, að ég fer að sjá orð og hugsun fyrirlesar- ans í litum. Inntaki þess efnis, sem hann er að reyna að tjá bregður upp innaná ennisbeininu á mér, eins og sýningartjaldi, líkast sem allt ennið væri eitt auga gætt ófreskigáfu. í þessu tvískini, þar sem heimur raunveruleikans er stirðnuð mynd, upplifi ég merkingu orða fyrirles- arans. Þeim skynrænu fyrirbærum, sem hann tjáir, bregður upp af svörtu misþykku flæði, sem er tónbrigði raddar hans; formið séð með þriðja auganu, og skiptast niður í því samræmi, sem brengluð framsetn- ing gefur tilefni til. Hús, bílar, menn og atvikasamfléttur séðar gegn- um hálfskynræn tákn (gjaldþrotabú t. d.) koma fram mismunandi „hrein“ eftir því, hve hugsunin er skýr. Ég er sjálfur aðeins hlutlaus áhorfandi, jafnvel svo að ég horfi álengdar á þær liugrenningar, sem orð fyrirlesarans vekja með mér. „Dauði" sem atburður að hálfu, sem sértækt fyrirbæri að hálfu, kallar framrn í hugann sæg hugrenninga, þar með fróðleik um þetta fyrirbæri, sem ég hef svo oft haft spurnir af, en ná ekki jafnvægi undir ofurþunga innrætingarorðanna. Yfir sveima al- hæfingar og hvíslast meðal skynmyndanna eins og risavaxið tauga- kerfi. Hin vitræna viðleitni — mín? — streitist við að fella „konkret" þættina að taugakerfinu samkvæmt réttri uppbyggingu, knúin fram
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.