Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Page 38

Eimreiðin - 01.05.1969, Page 38
108 EIMREIÐJN ur viður. En aldurinn hefur gætt byggingarnar virðuleik, sem næstum er sýnilegur og tvímælalaust áþreifanlegur. Hefðbundin umgengni, búningar og samsömun námsmanna við hina sígildu manngerð þessa staða fellir kímið af nýgræðingnum og hann gefur sig heilshugar að náminu. Þrotlaus ástundun löngu horfinna fróðleiksmanna hefur gætt þessa staði klaustursfriði. Skólastofa í Eton, sem ég eitt sinn skoðaði, var svo forn að við snöggt augnakast kom í hugann, að þessi staður væri frá því fyrir tíma allra húsa; þetta væri forsögulegur hellir, dimmur og veggirnir hlut- laus náttúrufyrirbæri óskyld þeirri innréttingu, sem ókunnir aðilar höfðu sett upp í dulkenndum tilgangi. Bekkirnir voru af sama tagi og í skólanum hér, en þó þrengri. Borðin voru slitin upp að hálfu. En nemendur og lærimeistarar voru jafningjar gangvart þessum stað. Ópersónuleiki og svipleysi tækis hefur ekki í för með sér að hugur notandans beinist óhindrað af Jjví að tilgangi þess, heldur setur það að honum annarleik og óhugnað. Það er ógerlegt að gera hlut engan veg- inn, þess konar viðleitni byggist á oftrú á sameiginlegum þekkingarforða manna, vanmati á persónulegri reynsluhæfni einstaklingsins. Myrkur er bara svört birta, sem fyllir menn óhugnaði af Jdví að þeim er ljós hugleikið. í annarlegu umhverfi verður hrifmáttur orða að vera því meiri til að yfirvinna ósjálfráða tregðu áheyrandans. Og útfrá því sjón- armiði er gerð háskólabygginga nú miðuð. Hið endanlega markmið er jafnvel að gera hverja byggingu fyrir sig að sjálfstæðu listaverki, en ella að hafa þær bjartar og rúmgóðar, innréttaðar af léttleik, næstum loft- kenndar. Beitt er Jninnum listum, ljósum og hlýjum litum, flikrum, stefnt að samræðukjörnum og skilrúmum fækkað að hlutfalli. Hafðar eru uppi myndir og listrænar veggskreytingar. Mönnum er orðið ljóst hagnýti slíkrar brúar milli áheyranda og fyrirlesara. Með því að láta umhverfið transendera hug nemandans nýtist vinna kennarans miklu betur. Þótt kennaranum sé árangur vinnu sinnar minna atriði en þau laun, sem hann þyggur fyrir verkið, eða jafnvel sú virðing samborgaranna, sem hlutverkið færir honum, þá liggur dæmið Ijóst fyrir af hálfu þjóðfélagsins: árangur starfsins er tilgangurinn, sem stefnt er að með fjárútlátunum; fé til að auka á hrifnæmi vinnustað- arins mun vinnast upp aftur með verulegum arði í þessu tilviki, þar sem það mun arika til muna afköst starfsmannanna. Ef einhver fyrirhyggja er á annað borð til meðal viðtakenda þess fjár, sem veitt er til háskól- ans og hinna, er veita af almannafé, liggur beint við að auka fjárútlát til umhverfisfágunar í Háskóla íslands. Og prófessorarnir eru hluti af sínu umhverfi. Þökk fyrir samveruna. Þorsteinn Antonsson stud. juris.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.