Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Side 41

Eimreiðin - 01.05.1969, Side 41
Viðdvöl í Lyngbæ III. Fiskiveiðar við sandströndina Eftir Stefán Júlíusson Klukkan er sex að morgni. Ég stend í fjörusandinum og horfi á bátana dregna á flot á kröftugu vélspilinu. Himinn er fremur ótryggur, far á skýjum og bólstarar við jörðu niðri. Samt móar fyrir morgunsól í hvítu skýjaþykkni hið efra, og sjór er ekki ókyrr úti fyrir sandinum. Bátarnir velta rótt og háttbundið um leið og þeir komast á flot. Þá er vírum sleppt, og vélin knýr þá fljótt frá landi. Þetta er annar morguninn okkar í Lyngbæ og nú hef ég komið í tæka tíð. Það er líka ómaksins vert að vakna snemma til að sjá þessa stóru báta mjakast eftir mjúkum hvítum sandinum, unz öldurnar ná að lyfta þeim og vagga í sjólöðrinu. Maður bíður þess næstum í ofvæni, að skipin fljóti upp og ruggi eins og þeim er áskapað. Það er eitthvað annarlegt við að sjá 20-30 tonna báta hreyfast á þurru landi. En þetta er samt að gerast í mörgum stöðum meðfram endi- langri ströndinni þessa morgunstund. Víða á vesturströnd Jótlands, ekki sízt hér við Jammerbugten eða Kveinstafaflóa, er sjór ennþá sóttur frá hafnlausari sandströnd. Þessu hefur vélaöldin ekki breytt, eða öllu heldur: þessu hefur vélaöldin haldið við. Þegar breyttar að- stæður og n) veiðarfæri heimtuðu stærri báta, kom vélknúna spilið til sögunnar og tók við af mannaflinu. Óvíst er þó, hversu lengi veið- ar verða stundaðar á þennan hátt hér um slóðir. Ég stend álengdar og munda myndavélina meðan hver báturinn af öðrum er dreginn á flot. Því miður hef ég ekki kvikmyndavél; hún gæfi sannasta mynd af þessari athöfn. Það tekur undra skamma stund að koma öllum bátunum á sjóinn, þótt spilið sé aðeins eitt. Þennan morgun fara tíu bátar á sjó, en alls eru tólf skip á Tóka- strönd. Spilið er í litlu húsi á kampinum ofan við sandfjöruna, svo

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.