Eimreiðin - 01.05.1969, Page 43
I'ISKVF.IÐAR VIÐ SANDSTRÖNDINA
113
og horfi á bátana tekna á land. Þeir keyra hiklaust upp í sand-
inn og stinga nefinu í; síðan er vírinn tengdur í stefnið og voldug
vindan dregur allt á land upp, bát, menn og afla. Ekki virðist
mér veiðin mikil eftir átta til tíu tíma útivist, varla meira en tonn
þegar bez lét. En vitanlega fer aflinn eftir vertíð og veiðarfærum.
A þessum tíma, í septembermánuði, er veiðin hálfgert skrap.
Fiskað er með alls konar veiðarfærum frá sandströndinni, línu,
herpinót, dragnót og flotvörpu, og fer það eftir árstíðum og von
fisktegunda. f Norðursjó og Skagerak er margs konar fiskur, en
mest er veitt af þorski, ýsu og flatfiski. Makríll er og mikið veiddur,
og síldveiðar eru drjúgum stundaðar, þótt ára- og áratugaskipti séu
að þeim hér eins og víðar.
Vinur okkar Jens Röge, fiskimaðurinn, sem hefur allan veg
og vanda af Lyngbæ, kemur í heimsókn undir kvöldið. Hann gætir
sumarhússins afburða vel fyrir eigandann, Kelvin Lindemann, sem
lengst af er víðs fjarri, og í fyrstu dettur okkur í hug, að hann sé
kominn til að líta eftir og athuga, hvort allt sé með felldu hjá
okkur í kotinu og ekkert hafi farið úrskeiðis. En fljótlega kemur á
daginn, að hann á það erindi að bjóða okkur að drekka kaffi-
sopa með þeim hjónunum um kvöldið. Við þökkum þetta vingjarn-
lega boð, slíkt er ekki algengt, þótt dvalið sé í sumarhúsi í nokkra
daga. Vafalaust njótum við þar okkar sameiginlega vinar, Kelvins
Lindemanns. Ég er feginn þessu boði, því að það er harla margt við-
víkjandi fiskveiðum og lífi fólksins hér á ströndinni, sem ég vil
gjarnan fræðast um. Auk þess hef ég gaman af að glíma við að skilja
hina sérkennilegu józku Jens Röge. Það rignir um kvöldið eins og
fyrri daginn, og þótt örstutt sé að fara, búumst við kápum og
regnhlífum. Rögehjónin taka okkur hjónum og piltunum tveimur
með einstakri viðmótshlýju og gestrisni. Þau búa í litlu, snotru
steinhúsi við veginn, sem liggur í þorpsröndinni og allt niður að
fiskhúsunum á sjávarkampinum. Annars er Tókaströnd aðeins fáein
hús, og þannig eru flest fiskiþorpin við Kveinstafaflóa; þau eru
örsmá.
Talið berst að fiskveiðum og lífi fólksins á ströndinni. Sjálfur
hefur Jens Röge lifað tvenna tímana, hann er nú kominn yfir sex-
tugt og hefur alla tíð átt heima hér á Tókaströnd. Saga hans er saga
fiskimannsins nægjusama, sem hirðir lítt um átök og umbrot utan
síns verkahrings, en kann þó furðu góð skil á hræringum þjóðlífs-
ins og veltingi veraldarinnar. Hann hefur séð bátana stækka, vél-
s