Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Page 56

Eimreiðin - 01.05.1969, Page 56
126 EIMREIÐJN Frá lucgri: Hilmar Wulff, formaður clanska rilhöfundafélagsins og kona hans ræða við Helveg Petersen, menntamálaráðherra. Þó að hátíðahöldin ha£i öll farið fram með miklum myndar- brag og glæsileik, var það sérstaklega einn liður þessarar tímamóta-, minningar, sem lengst mun geymast og varðveitast sem vitnis- burður um 75 ára afmæli rithöfundafélagsins, en það er útgáfa bókarinnar Lyre og slagtöj. Þetta er ljóðaúrval, er tekur yfir 75 ára tímabil í danskri ljóðagerð — 75 ljóð eftir jafnmörg dönsk skáld — eða eitt ljóð á hvert ár frá því að rithöfundafélagið var sfofnað. Meðal höfundanna eru flest af kunnustu ljóðskáldum Danmerkur á þessu tímabili, og höfundum skipað eftir aldursröð. Fyrsta ljóðið í bókinni, frá 1894, Skyggen í Vandet, er eftir Aage Matthison- Hansen, en hið síðasta 1969, Af: „Stemmer“, eftir Ole Sarvig.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.