Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Side 61

Eimreiðin - 01.05.1969, Side 61
Perlufestin eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur Á bernskunnar morgni mér lögð var i lófa ein gjöf frá óþekktum gesti. Við undrandi barnsaugum lýsti þar Ijóma hrein litil perla á festi. Og siðan ætið og alls staðar hana ég ber. Svo undarlegt með þessa festi, að perlunum fjölgar því lengra sem liðið er — og allar frá óþekktum gesti. Þær sitja þarna með fjölbreytið furðu-glit allar á einu bandi, svo ólikar þó að lögun og stærð og lit sem blómstrin á breiðu landi. Sumar skina með sólskinsins birtu og yl, eins og geislar um fátækra glugga, aðrar sviþaðar djúpsins dökkasta hyl og dimmasta næturskugga. Og sumar stjarnanna fjarræna bera blik á himins heiðriku kveldi og flétta inn í annarra Ijómakvik djásnum úr draumsins veldi.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.