Eimreiðin - 01.05.1969, Qupperneq 64
134
EIMREIÐIN
einhverja næstum af handahófi. Norræna húsið í Reykjavík breytir
þessu áreiðanlega fyrr en varir, og verður það sannkallað gleði-
efni. Kvöldstundin hér gefur tilefni þess, að svo reynist. Gestir
okkar, hjónin Halldís Moren Vesaas og Tarjei Vesaas, eru því-
líkir fulltrúar landsmálsins, að mikils má af heimsókn þeirra
vænta.
Bæði koma þau úr Austur-Noregi, hún frá Trysil á Heið-
mörk, hann af Þelamörk. Héruð þau eru víðfræg í norskri bók-
menntasögu, en því sleppi ég og vík að verkefninu að kynna skáld-
skap þeirra nokkrum orðum.
Halldís Moren Vesaas fæddist 1907 í Trysil á Heiðmörk, þeirn
landshluta Noregs, sem jaðrar við Dalina í Svíþjóð. Hún er dóttir
skáldsins Sven Moren, kennari að menntun og hefur ritað sitthvað
um bókmenntir og menningarmál í blöð og tímarit. Kunnust
er hún þó sem ljóðskáld.
Ég las í æsku þýdda smásögu eftir Sven Moren. Hún fjallaði
bæklaðan klukkusmið. Hann safnaði í afskekkt híbýli klukkunum
sínum. Svo dó hann einrænn og yfirgefinn. Samstundis hættu allar
klukkurnar að ganga. Mér fannst þögnin, sem þá skeði í sögunni,
grúfast yfir mig að lestrinum loknum.
Þessi næmleiki föðurins kennist sannarlega í kvæðum Halldísar
Moren Vesaas. Fyrsta Ijóðabók hennar kom út 1929, en úrslita-
sigur vann hún með Strender fjórum árum síðar. Kvæðabækur
hennar eru alls sjö talsins, og úrval þeirra hefur komið út tvisvar.
Ljóðstíll Halldísar Moren Vesaas ber svipblæ af þjóðvísum, en yrkis-
efnin eru harla nútímaleg. Viðleitni hennar einkennist af því
að túlka hlutskipti konunnar og móðurinnar. Það vekur henni dýr-
legan fögnuð, en einnig grun og kvíða. Minnir hún mig stundum
á frænku bónda síns, Áslaugu Vaa, af því að þær eiga sameiginleg-
an undurmjúkan tón og einlægan skilning kveneðlisins. Halldís
Moren Vesaas túlkar löngum ríkan næmleik ástar, vonar og lífs-
nautnar, en hún lætur aldrei rómantíska óra glepja sig. Hún þráir
fegurð og hamingju, en veit einnig böl og harma. Slíkar andstæður
magna kvæði hennar duldum þrótti og táknrænum boðskap. Þess-
ari stilltu og lágværu konu er svo mikil alvara í kvæðum sínum,
að þau munast sýnu betur en yfirlýsingar og fullyrðingar.
Einstaklingshyggja Halldísar Moren Vesaas fléttast og sam-
kennd og skyldu. Menntun hennar og þroski gerir hana ábyrga í
Jeit sinni og þrá. Hún segir í Tung tide tale;