Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Side 67

Eimreiðin - 01.05.1969, Side 67
HEIMSÓKN VESAASHJÓNANNA 137 honum mun í blóð borið slíkt raunsæi að glöggva sig jafnframt á voðanum dökkva. Megineinkenni hans er ef til vill sú tilfinning, að hann óttist um lífið, sem er eins og blaktandi strá í námunda við dauðann, hvernig sem annars viðrar. Þeirri kennd lýsir hann af hugkvæmni og snilli. Þess vegna er saga eins og Is-slottet drjúgum meiri en felst í orðanna hljóðan. Tarjei Vesaas lætur hana standa í tákni þess, sem gerir rithöfundinn að skáldi og manninn að félagsveru. Hann samræmir klassískan módernisma og mannræna samábyrgð í skáld- skap sínum. Sögur hans hefuð víst hvergi getað orðið til nema á Þelamörk í Noregi. Samt eiga þær erindi við þjóðir og álfur. Tarjei Vesaas er og svo slyngur smásagnahöfundur, að tíðindum sætir. Bækur hans, Leiret, og hjulet, Vindane og Ein vakker dag, bera því órækt vitni. Ég get ekki eins borið um ljóðagerð Vesaas og sagnaskáldskap hans, en kvæðin í Kjeldene og Löynde eldars land væru út af fyrir sig umræðuefni. Þar drottnar víða Ijóðræn fegurð, en minnisstæð- astar eru mér tilraunir hans að færa út ríki hugsunar og skynjunar. Aðrar ljóðabækur hans munu tvær, en út í þá sálma get ég ekki farið. Skemmtilegheitum verður ógjarnan við komið í alvarlegri bók- menntakynningu, en þó skal ég reyna að bregða á leik andartak. Út kom hér á landi fyrir nokkrum árum greinargóð bók um Noreg, land og þjóð, enda höfundur hennar eins konar tölva á staðreyndir. Samt slæddist meinleg missögn í bók þessa. Þar sagði, að Halldís Moren væri gift ljóðskáldinu og leikritahöfundinum Tore Örja- sæter. Af þessu tilefni hlaut ég í ritdómi að benda á, að þetta rang- hermi myndi dálítið leiðinlegt fyrir Tarjei Vesaas, sem væri eigin- maður Halldísar Moren og hefði búið með henni mörg ár í ham- ingjusömu hjónabandi, en Tore Örjasæter aldrei verið við hana kenndur.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.