Eimreiðin - 01.05.1969, Side 68
Umræðuefni fyrsta þings
íslenzkra rithöfunda
Greinargerð og tillögur stjórnar Rithöfundasambands-
ins, sem lagðar verða fyrir þingið í haust.
Rithöfundasamband fslands hefur boðað tii almenns þings íslenzkra rithöfunda
dagana 24.—26. október í haust, og verður þingið haldið í Norræna húsinu.
Þetta er í fyrsta skipti, sem efnt er til slíks rithöfundaþings hér á landi, en
hlutverk þess er fyrst og fremst að fjalla um hagsmunamál höfunda og rétthafa
ritaSs máls.
Til þinghaldsins er boðið öllum meSlimum rithöfundafélaganna beggja og auk
þess hefur eftirtöldum félögum veriS boSin aSild aS þinginu: Félagi íslenzkra
bókmenntaþýðenda, Félagi íslenzkra fræða og Félagi leikritahöfunda.
Undanfarnar vikur og mánuSi hefur stjórn Rithöfundasambands ísiands, í sam-
vinnu viS rithöfundaíélögin, unniS aS undirbúningi þingsins og fjallaS rækilega
um þau málefni, sem þar verða efst á baugi, og í framhaldi af því hefur verið
samin greinargerð og tillögur, sem áformað er að leggja fyrir rithöfundaþingiS til
umræSu og afgreiSslu. Þessar tillögur hafa þegar verið sendar meSlimum Rit-
höfundasambandsins og þeim félögum, sem aSild koma til meS að eiga aS þinginu.
Þó aS fyrst og fremst megi líta á tillögur þessar og greinargerð sem umræðu-
grundvöll á þinginu og tillögurnar miSist einkum viS hagsmunamál rithöfunda og
rétthafa ritverka, er þar þó ýmsu hreyft, sem almenningur kann aS láta sig varSa.
EimreiSin telur því tímabært aS kynna lesendum sínum þessar hugleiSingar, ef
þaS mætti verSa til þess aS stuSla aS umræSum um þessi mál og orðið almenn-
ingi til glöggvunar á þeirri aSstöSu, sem rithöfundar búa viS í þjóðfélaginu, og
hverjar úrbætur þeir telji helzt nauSsynlegar í hagsmunamálum sínum.
Hér á eftir fer orðrétt greinargerS sú og tillögur, sem RithöfundasambandiS
hefur lagt fram og ræddar verSa á þinginu í haust.
I.
Ekki verður því á móti mælt, að fjöldi starfshópa í þjóðfélaginu
bvggir afkomu sína á störfum rithöfunda. Svo er um prentara, bók-
bindara, prentmyndagerðarmenn, bóksala, bókaverði, bókmennta-
gagnrýnendur og kennara í bókmenntum. Rétt þessara starfsbópa
til launa véfengir enginn maður. Samfélagið viðurkennir einnig
rétt listamanna til starfslauna, þegar þeir flytja annarra verk, svo
sem leikara.