Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 71
UMRÆÐUEFNl RITHÖFUNDAPINGS
141
undanna eykur stórlega arðbær umsvif í þjóðfélaginu, þótt rithöf-
undarnir sjálfir beri minnstan hluta af þeim arði.
Rithöfundaþingið leggur til: að 10 ára tímabilið frá níu alda
afmæli Ara fróða (1968) til átta hundruð ára afmælis Snorra Sturlu-
sonar (1978) verði notað til að efla verulega myndarlegan bók-
menntasjóð tengdan nöfnum þessara andans stórmenna tveggja.
Bókmenntasjóður Ara og Snorra yrði í vörzlu Rithöfundasambands-
ins og hlutverk hans að bæta aðstöðu íslenzkra höfunda til að skapa
nýjar bókmenntir.
Bókmenntasjóðnum mætti afla tekna m. a. með eftirtöldum leið-
um:
1.
Fyrntur ritréttur renni til Rithöfundasambands íslands og tekj-
ur af áður óvemduðum verkum í bókmenntasjóð.
Eins og lögum er nú háttað, lýkur verndarskeiði hugverka 50
árum eftir lát höfundar. Eftir það getur hver sem er gert sér þau að
tekjulind.
Þess eru nöpur dæmi, að óvernduð ritverk séu beinlínis notuð
til þess að skaða lifandi höfunda í baráttu þeirra fyrir viðunandi
aðstöðu til ritstarfa. Það þætti slæm hegðun, ef bónda væri meinað
að njóta þess, sem fyrri landsetar hefðu erjað jörðinni til góða, en
reynt væri þess í stað að snúa verkum þeirra honum til tjóns.
Iðulega kemur fyrir, að verkum látinna skálda er herfilega mis-
boðið í útgáfum og flutningi, án þess að nokkur fái rönd við reist.
Engum væri betur treystandi en samtökum rithöfunda til að gæta
sóma látinna höfunda, og allir réttsýnir menn hljóta að viðurkenna,
að bæði væri sangjart og fagurt, að verk liðinna skálda héldu sí-
fellt áfram að stuðla að sköpun nýrra bókmennta.
2.
Mismunur á tolli bóka- og blaðapappírs.
Um alllangt skeið hefur verið lagður 30% tollur á prent- og
bókbandspappír, en 4% tollur á dagblaðapappír, og erlendar bæk-
ur eru tollfrjálsar. Þetta veldur því, að æsiblöð og sorprit, sem
prentuð eru á dagblaðapappír, njóta sérstakra fríðinda, en bækur
íslenzkra höfunda verða dýrari en vera þyrftu og standa hallari