Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Síða 75

Eimreiðin - 01.05.1969, Síða 75
UMRÆ.ÐUEFNl RITHÖFUNDAÞJNGS 145 notkun ritverka í kennslubókum (lestrarbókum). Hann tók málinu kurteislega, og átti formaður Rithöfundasambandsins við hann óformlegt viðtal í vinsamlegum anda. í framhaldi þess skrifaði Rit- höfundasambandið stjórn Ríkisútgáfunnar og óskaði eftir að hún skipaði nefnd til formlegra samningaviðræðna. Hún mun liafa látið menntamálaráðherra vita af þessu erindi og óskað umsagnar hans. Þegar vitnaðist í starfsskýrslu Rithöfundasambandsins til Rit- höfundaráðs Norðurlanda, hvernig málum væri hér háttað, ráku fulltrúar upp stór augu. Samþykkti Rithöfundaráðið ályktun, sem að ósk íslenzka fulltrúans var vægilega orðuð í vændum þess, að rétt- ir valdhafar væru að búast til samninga. Er hún svohljóðandi: „Norræna rithöfundaráðið hefur sér til undrunar komizt á snoðir um, að engir samningar séu til milli rithöfunda og útgefenda á íslandi um greiðslur fyrir notkun á verkum höfundanna í les- bókum skólanna (skolboksantologier). Norræna rithöfundaráðið vekur athygli íslenzkra stjórnarvalda og útgefenda á, að slíkir samn- ingar hafa verið gerðir á öllum Norðurlöndum nema íslandi og styður kröfu Rithöfundasambands íslands um samninga við Rík- isútgáfu námsbóka varðandi þetta efni.“ Ályktunin var send stjórn Ríkisútgáfunnar og menntamála- ráðuneytinu. í bréfi til Rithöfundasambandsins hinn 14. apríl s. 1. tilkynnti menntamálaráðherra, að málið væri í athugun í ráðuneyt- inu. Hér er vert að geta þess, að á seinustu árum hafa verið gefin út heil skáldverk hérlendis til lestrar í skólum á vegum Skálholtsútgáf- unnar, og fyrir þær útgáfur hefur höfundum verið greitt. Þetta er undantekning, en greiðsla fyrir notkun ritverka ætti að vera regla, sem ríkisforlag héldi öðrum fremur í heiðri. 4. Stórhækkun á greiðslum útvarps og sjónvarps fyrir ritverk og af- not þeirra. Áður var að vikið, að greiðslur útvarps og sjónvarps til allra höfunda Rithöfundasambandsins væru innan við 1% af árlegum afnotagjöldum. Sérstaklega átakanlegur er hlutur sjónvarpsins í þessu efni. Alkunna er, að meginhluti sjónvarpsefnis er af erlend- um toga, í órafjarlægð frá íslenzkum veruleika og hugmyndaheimi íslenzks fólks. Því veitti þess vegna ekki af að notfæra sér þann xo
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.