Eimreiðin - 01.05.1969, Síða 75
UMRÆ.ÐUEFNl RITHÖFUNDAÞJNGS
145
notkun ritverka í kennslubókum (lestrarbókum). Hann tók málinu
kurteislega, og átti formaður Rithöfundasambandsins við hann
óformlegt viðtal í vinsamlegum anda. í framhaldi þess skrifaði Rit-
höfundasambandið stjórn Ríkisútgáfunnar og óskaði eftir að hún
skipaði nefnd til formlegra samningaviðræðna. Hún mun liafa
látið menntamálaráðherra vita af þessu erindi og óskað umsagnar
hans.
Þegar vitnaðist í starfsskýrslu Rithöfundasambandsins til Rit-
höfundaráðs Norðurlanda, hvernig málum væri hér háttað, ráku
fulltrúar upp stór augu. Samþykkti Rithöfundaráðið ályktun, sem
að ósk íslenzka fulltrúans var vægilega orðuð í vændum þess, að rétt-
ir valdhafar væru að búast til samninga. Er hún svohljóðandi:
„Norræna rithöfundaráðið hefur sér til undrunar komizt á
snoðir um, að engir samningar séu til milli rithöfunda og útgefenda
á íslandi um greiðslur fyrir notkun á verkum höfundanna í les-
bókum skólanna (skolboksantologier). Norræna rithöfundaráðið
vekur athygli íslenzkra stjórnarvalda og útgefenda á, að slíkir samn-
ingar hafa verið gerðir á öllum Norðurlöndum nema íslandi og
styður kröfu Rithöfundasambands íslands um samninga við Rík-
isútgáfu námsbóka varðandi þetta efni.“
Ályktunin var send stjórn Ríkisútgáfunnar og menntamála-
ráðuneytinu. í bréfi til Rithöfundasambandsins hinn 14. apríl s. 1.
tilkynnti menntamálaráðherra, að málið væri í athugun í ráðuneyt-
inu. Hér er vert að geta þess, að á seinustu árum hafa verið gefin út
heil skáldverk hérlendis til lestrar í skólum á vegum Skálholtsútgáf-
unnar, og fyrir þær útgáfur hefur höfundum verið greitt. Þetta er
undantekning, en greiðsla fyrir notkun ritverka ætti að vera regla,
sem ríkisforlag héldi öðrum fremur í heiðri.
4.
Stórhækkun á greiðslum útvarps og sjónvarps fyrir ritverk og af-
not þeirra.
Áður var að vikið, að greiðslur útvarps og sjónvarps til allra
höfunda Rithöfundasambandsins væru innan við 1% af árlegum
afnotagjöldum. Sérstaklega átakanlegur er hlutur sjónvarpsins í
þessu efni. Alkunna er, að meginhluti sjónvarpsefnis er af erlend-
um toga, í órafjarlægð frá íslenzkum veruleika og hugmyndaheimi
íslenzks fólks. Því veitti þess vegna ekki af að notfæra sér þann
xo