Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1969, Qupperneq 82

Eimreiðin - 01.05.1969, Qupperneq 82
152 EIMREIÐIN VI. ÞÁTTUR Fyrra atriði. (Höll Ólafs helga. Konungur situr i hásœti og hirðmenn útfrá. Grettir og Þorfinnur standa fyrir háseeti konungs). Þorfinnur: Hingað er eg kominn á yðar fund Konungur, ásamt fé- laga mínum, er þér megið sjá. Hefur hann ratað í vandræði nokkur og væntir sér halds og trausts, þar sem þér eruð. Ólafur konungur: Ærið mikilúð- legur er maður sá, og þykist eg kenna af orðspori eða ertu ekki Grettir Ásmundarson hinn sterki, sá er mestar sögur fara nú af. Grettir: Kallaður hef eg svo verið af sumum mönnum, en af því er eg hingað kominn, að eg vænti af yður nokkurrar úrlausnar á vandkvæði mínu. Konungur: Ærið ertu gildur, en ekki veit eg hversu giftusamlegt er að ráða þig til fylgilags, þar sem margt kappfullra manna er fyrir. Eða hversu er háttað vand- kvæði þínu. Grettir: Komizt hef eg í ósætt við Svein jarl og vegið hirðmenn hans. Átti eg þar hendur mínar að verja. Konungur: Full kunnugt er mér það mál allt, og hirði eg lítt þótt allmjög sé sorfið að hirðmönn- um Sveins jarls. En þó ber að virða landslög og rétt manna. Þorfinnur: Eg vil konungur minna á, að Grettir hefur unnið hið mesta afreksverk, er hann vá hina 12 berserki, er útlægir voru um allan Noreg. Ætla eg það lands- lög, að með slíkum verkum leysi menn sig undan miklum sökum. Konungur: Eigi hef eg Þorfinnur þig kvatt til lögsagnar í þessu máli. En víst var þetta hin mesta landhreinsun. En það ætla eg að fleira muni til tíðinda um þína hagi Grettir. Grettir: Eg er borinn illmæli nokkru af þeim, er voru skip- félagar mínir út hingað, og uni eg lítt að fá ekki hrundið. Konungur: Það vil eg Grettir, að þú segir satt og rétt frá vandræði þínu. Munum við á hlýða og leita úrlausnar eftir málefnum. Grettir: Þá er við sigldum norður með landi fengum við veður mikil og fjúksamt. Varð mönn- um vossamt og kalt, enda skorti oss eld. Sáum við elda mikla í landi og hófu menn tal um, að enginn mundi svo fær að leggjast til sunds og ná eldinum. Eg taldi slíka menn mundu verið hafa. Þeir töldu sig að engu bættari, ef eg treystist ekki til, er nú væri talinn mestur atgervismaður á íslandi. Það uggði mig að eigi mundi vel launað verkið, en þó kastaði eg mér fyrir borð og lagð- ist til lands. Þar var fyrir skáli mikill með 12 mönnum. Voru þeir mjög við öl. Leizt þeim eg ferlegur sem tröll, er eg var síld- ur mjög og stokkfreðinn. Börðu þeir mig bröndum þeim, sem lágu á eldinum. Þó fékk eg náð eldi til handa oss félögum. Konungur: All karlmannlega var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.