Eimreiðin - 01.05.1969, Blaðsíða 86
156
EIMREIÐIN
Grettir: Ekki munum við svo skilja
(þrífur skikkju Gísla, er þar lá
hjá þeim). Þessa skikkju þína,
mun ég þó hafa vilja. Lít ég oft
að litlu.
Gísli: Aldrei skal það verða, að þú
rænir oss eða veiztu eigi við
hvern Jrú átt hér við að skipta.
Grettir: Eigi er mér það svo glöggt.
Mun ég og ekki að þessu manna-
mun gera, er ég mælist til svo
lítils.
Gisli: Vera má, að jrér þyki lítið,
en heldur vil ég láta Jrrjá tigu
hundraða. Mun og ofarlega
liggja ójöfnuður Jrinn. Og sækj-
um að honum piltar. (Þeir berj-
ast um hríð. Félagar Gísla falla
útaf sviðinu, hann hopar, Grett-
ir sækir eftir).
Grettir: Það sér lítt á, að þú haf-
ir víða vel gengið fram, svo illa
sem þú fylgir félögum þínum.
Gisli: Sá er eldurinn heitastur, sem
á sjálfum brennur, og er illt að
fást við heljarmennið. (Gísli flýr
undan Gretti).
Grettir: Ertu Gísli sá, er svo nijög
vildir finna Gretti Ásmundarson
og þóttist J^ess umkominn að
hlaða honum.
Gisli: Ég hef nú fundið hann. En
eigi veit ég hversu við skiljum,
og haf Jtað, er J)ú hefir þegar
haft hönd á, en lát mig fara laus-
an héðan.
Grettir: (Þrífur upp lirísvönd mik-
inn). Eigi mun Jjér skiljast, er ég
segi þér, nenia ég gefi þér áminn-
ingu nokkra. (Gísli kastar vopn-
um og yfirklæðum. Þeir hlaupa
kapphlaup um sviðið um hríð
og svo út af Jjví.)
Tjaldið.
Niðurlag næst.
EIMREIÐIN vill minna á smásagnasamkeppnina, sem aug-
lýst var í síðasta hefti og efnt er til vegna 75 ára afmælis
tímaritsins. Á milli 10 og 20 sögur hafa þegar borizt,
en skilafrestur rennur út 1. október. Nánari reglur um
smásagnasamkeppnina er að finna í janúar—apríl hefti
Eimreiðarinnar.