Eimreiðin - 01.09.1971, Qupperneq 1
11 - argangur
Málefni rithöfunda
Á undanförnum árum liafa kjör rithöfunda oft borið á góma
bæði í ræðu og riti. Tiitölulega litlar úrbætur hafa þá fengizt á
því sviði að bæta aðstöðu þeirra og búa þeim skilyrði til að starfa
þannig, að þeim sé auðið að helga sig list sinni og lifa af verkum
sínum. Flestir verða að una því hlutskipti að vinna að ritstörfum
í stopulum tómstundum frá öðrum óskyldum störfum og verða
slíkt tæplega taldar heppilegar eða æskilegar aðstæður til sköpunar
veigamikilla bókmenntaverka.
Á rithöfundaþinginu, sem haldið var í Reykjavík haustið 1969
var bent á ýmsar leiðir sem til greina gætu kornið til þess að efla
hag íslenzkra skálda og rithöfunda og bæta aðstöðu þeirra til að
helga sig ritstörfum. Sumar af þeim tillögum, sem komu fram á rit-
höfundaþinginu, hafa orðið til þess að meiri umræður hafa orðið um
málefni rithöfunda, en löngum áður — og væntanlega hafa þær einn-
ig leitt til aukins skilnings með þjóðinni á því, að það kunni að
vera æskilegt og réttlátt að búa skáldum og rithöfundum betri starfs-
aðstöðu, en þeir liafa notið til þessa.
Á umræddu rithöfundaþingi var á það bent, að fjöldi starfshópa
í þjóðfélaginu byggi afkomu sína á störfum rithöfunda. Allar liafa
þær stéttir og starfshópar óumdeildan rétt til launa fyrir störf sín og
ná sífellt fram launabótum með frjálsum samningum í samræmi
við almennar launahækkanir og kjarabætur í landinu.
En að því er varðar höfunda þeirra ritverka, sem atvinna og af-
koma þessara starfshópa raunverulega byggist á, gegnir allt öðru
máli. Þeir einir, sem skapa verkin, hafa ekki aðstöðu til þess að
verðleggja þau eftir neinum gildandi kjarasamningum, og tíðast
mun útkoman sú, að höfundurinn beri minnst úr býtum allra