Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Side 3

Eimreiðin - 01.09.1971, Side 3
MÁLEFNI RITHÖFUNDA 67 ríkið rithöfundum nokkurn hluta þessa söluskatts með því framlagi sem skáld og rithöfundar njóta af listamannafé og heiðurslaunum. Því er þá til að svara, að enginn mun vilja játa, að listamannalaunin hafi nokkurntíma verið hugsuð, sem umbun vegna arðráns sem hið opinbera hafi beitt listamenn, heldur viðurkenning fyrir verk þeirra. Þau eru líka löngu tilkomin, áður en söluskatturinn var fundinn upp. Á það má reyndar líta, að listamannalaun, sem tiltölulega lítill hluti rithöfunda nýtur, geta ekki einu sinni talist fullnægjandi við- urkenning fyrir þau verk, sem skáld og rithöfundar hafa gefið þjóð- inni og öllum eru tiltæk. Verk þeirra eru notuð í skólum landsins án endurgjalds, á margvíslegum samkomum og mannfundum, til út- gáfu í kennslubókum, og fram á allra síðustu ár hafa höfundar ekki fengið neinar greiðslur fyrir afnot bóka í almenningsbókasöfnum landsins. Mundi svo hlutur skálda og rithöfunda í listamannalaun- um vera einhver ofrausn, þegar á allt þetta er litið? Eða hver skyldi hlutur þeirra hafa orðið árið 1971? Þá féllu samtals 3.6 milljónir króna í hlut skálda og rithöfunda af listamannafénu og heiðurs- launum. Þess má geta í leiðinni, að þá námu tekjur ríkissjóðs af sölu- skatti á íslenzkum bókum einum saman 19 milljónum króna. Af framansögðu má sjá, að rithöfundar eru engir ómagar á rík- inu, þótt einstaka hjáróma rödd telji stundum öll framlög til þeirra sóun á almanna fé. Þeir eru margfalt meiri veitendur en þiggjend- ur í öllum skilningi. Þær umræður, sem orðið hafa um málefni rithöfunda og kjör þeirra í þjóðfélaginu, frá því á rithöfundaþinginu fyrir tveimur ár- um, eiga væntanlega eftir að þoka málum þeirra betur til réttrar áttar, enda verður því ekki neitað að aukins skilnings gætir meðal flestra réttsýnna manna á því, að það sé menningarleg nauðsyn, að búa skáldum og rithöfundum þjóðarinnar betri starfsaðstöðu, svo að þeir geti í vaxandi mæli helgað sig listgrein sinni. I framhaldi af þessum umræðum má vafalítið rekja það, að nú hafa þrír ungir þingmenn borið fram á Alþingi þingsályktunartil- lögu, er snertir hagsmuni rithöfunda, en þar er einmitt fjallað um söluskattsmálið, og þar með tekið undir kröfu rithöfundasamtak- anna að þessu leyti. Tillagan gerir ráð fyrir því að Alþingi skori á ríkisstjórnina að gera ráðstafanir til þess, að andvirði söluskatts af bókum renni til rithöfunda og höfunda fræðirita sem viðbótar- ritlaun. .

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.