Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Page 7

Eimreiðin - 01.09.1971, Page 7
ÞRJÚ LJÓÐ 71 SLÁTTUR OG SÚT Heimskir góna búðargluggarnir út í sumarið. Ég brosi vandlega við kunningjum og geri mér dælt við götuna. Alltaf jafn sjálfumglaður. í hagstæðum jakka og burstuðum skóm með slangur af bröndurum upp á vasann. Þá brýt ég sjálfan mig á þér eins og blindskeri í götunni. Þú kemur mér í opna skjöldu og sakleysisleg augu þín svíða mín leyndustu hugarfylgsn. Eitt andartak; þú og ég er allt í einu álappalegur njóli. Svo kinka ég flóttalega kolli og flýti mér niður asnalega götuna. JANÚAR Stormsveipar snýta sér með bældu korri utan í bíla og kvefað fólk. Ólundarlegur janúar hristir hárlubbann og fölin hrynur eins og flasa yfir húsin. Skítugur snjór og skafrenningur skakklappast um bláa fótleggi vatnsbólgna skó bleikar hendur heimakær handtök.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.