Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Side 8

Eimreiðin - 01.09.1971, Side 8
Takmörk — Þrjár ævisögur — Eftir Árna Þórarinsson Það er sumar og sól á Þingvöll- um. Heiðblár himinn. Sunnudag- ur. Síðla nætur. Árla dags. I landslaginu; gi'ænum grund- um, gráu hrauni, brúnum börðum, bláu vatni eru hvítar og mislitar skellur at ýmsum gerðum. Þess- ar skellur eru híbýli helgarábú- enda Þingvalla. Svona snemma eða seint er íátt um fólk á ferli. Kyrrð. Fuglasöng- ur í lofti. Fáir fuglar sýnilegir. Á auðu grasivöxnu svæði fjarri tjöldum sjást þrír menn á gangi. Þeir koma hver úr sinni átt en st'efna allir að sama punkti. Milli bersvæðisins og hraunsins er all- breið gjá, minnsta kosti tveggja mannhæða djúp. Þó glampar á vatn þar sem geislar morgunsól- arinnar ná til. Þetta er punktur- inn. Mennirnir nálgast hver annan eins og þeir fari eftir þremur rad- íusum að miðju hrings sem liefur gjána að þverstreng. Allir ganga þeir hægt en á mjög mismunandi vegu. Sá fyrsti er reikull í spori, jafn- vægislítill og baðar út höndurn við og við, anar beint áfram yfir gras og greinar. Annar maðurinn gengur m'eð hendur í vösum, hokinn og horfir niður á eigin fætur bæla grasið og mosann fyrir framan sig á göng- unni. Sá þriðji gengur lítið eitt hraðar en hinir, ákveðnum löngum skref- um, sneiðir hjá stöku hríslu, en horfir beint fram fyrir sig að gjánni. Hann verður ekki var við m'ennina tvo fyrr en þeir eru mjög nærri. Þá kemur hik á hann, skref- in verða styttri og óákveðnari. Skyndilega tekur hann á rás þann skamma spöl sem að gjánni er. Númer tvö lítur upp og horfir á manninn nálgast gjána á hlaup- um, galopnar augu og munn, tek- ur viðbragð og stefnir að sama punkti. I þann mund er Númer þrjú er á gjárbakkanum íleygir Núm’er tvö sér á fætur honum og grípur þá föstu taki. Númer þrjú kastast niður, efri hluti líkamans stendur fram af brúninni.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.