Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Side 9

Eimreiðin - 01.09.1971, Side 9
TAKMORK 73 Númer eitt kemur skjögrandi að þar sem þeir liggja. Númer tvö ríghaldandi í fætur Númer þrjú. „Hvað, — eru menn bara hjedd- na í síðastaleik“, drafar hann. „Hjálpaðu mér að draga hann lrá bakkanum“, stynur Núm'er tvö blár af áreynslu. „Kvurslags háttarlag er þetta? Ætlaði hann bara að fá sér sund- sprett. Ja öllum veitir nú ekki af að blotna soldið, — en bara að innan sko hahaha." Á meðan Númer eitt tuldrar, mjakar Númer tvö sér afturábak með Jrví að finna fótum sínum festu, spyrna í og toga Númer þrjú með sér. Núm'er þrjú hjálpar til, er hinn rólegasti, dálítið gramur á svip. „Þetta var óþarfa fyrirhöfn hjá Jrér“ segir hann um leið og hann sezt á þúfu og starir í fjarskann. „Hvað ætlaðirðu að gera, — stökkva yfir?“ „Nei oní.“ „Þú hefðir drepið Jng.“ „Það er ekki víst. Ég vona ekki.“ „Ja Jrað hefði verið á takmörk- unum.“ „Það er 'einmitt Jrað. Á takntörk- um lífs og dauða." Númer tvö hefur staðið yfir en sezt nú niður dálítið frá. Númer eitt hefur lagst endilangur í gras- ið við gjána. Hann og Númer tvö snúa baki í gjána, andspænis Núm- er þrjú. Þögn. Enn 'er umhveríið autt af mönn- um. Sólskinið bjart og sterkt. Svalur gustur. Fuglasöngur fjar- lægur. Kyrrðin er rofin af djúpu, dimmu, rödduðu ropi. Númer eitt hefur risið upp við dogg og lítur á Númer þrjú, reynir að hvessa sljóleg, blóðhlaupin augun. „Heyrðu lagsi, — hvað varstu annars að gera?“ „Ég ætlaði að hoppa oní.“ Númer eitt hristir úfinn haus- inn. Númer tvö ókyrrist: „Ætlaðirðu sumsé að fremja sjálfsmorð. Ég h'ef alltaf haldið að fólk með slík áform væru taugatitrandi mann- hrök eða móðursjúkir kvenmenn. Ég .. . mér virðist Jrú hvorugt. . “ „Þetta á ekki að vera neitt sjálfs- morð. Það er aðeins fólk sem liatar sjálft sig eða aðra sem drepur sig. Um slíkt 'er ekki að ræða í mínu tilfelli. Þetta yrði eðlilegur dauð- dagi ef Jrað orð ætti að nota.“ „Allir sem ekki þora að horfa framan í heiminn eru helvítis aum- ingjar og halanegrar og eiga ekki skilið að lifa,“ drafar Númer eitt hróðugur á svip, dregur upp flat- ann pela, tappann úr honum, sýp- ur á, en hellir mestu oná sig: „Ahhh“. „Þú lifir samt“, segir Núnter þrjú. „Auðvitað lifi ég .. . lifi hátt . .. og á Jjað skilið! Ég býð öllum heim- inum byrginn, — en fari hann ann-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.