Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Qupperneq 9

Eimreiðin - 01.09.1971, Qupperneq 9
TAKMORK 73 Númer eitt kemur skjögrandi að þar sem þeir liggja. Númer tvö ríghaldandi í fætur Númer þrjú. „Hvað, — eru menn bara hjedd- na í síðastaleik“, drafar hann. „Hjálpaðu mér að draga hann lrá bakkanum“, stynur Núm'er tvö blár af áreynslu. „Kvurslags háttarlag er þetta? Ætlaði hann bara að fá sér sund- sprett. Ja öllum veitir nú ekki af að blotna soldið, — en bara að innan sko hahaha." Á meðan Númer eitt tuldrar, mjakar Númer tvö sér afturábak með Jrví að finna fótum sínum festu, spyrna í og toga Númer þrjú með sér. Núm'er þrjú hjálpar til, er hinn rólegasti, dálítið gramur á svip. „Þetta var óþarfa fyrirhöfn hjá Jrér“ segir hann um leið og hann sezt á þúfu og starir í fjarskann. „Hvað ætlaðirðu að gera, — stökkva yfir?“ „Nei oní.“ „Þú hefðir drepið Jng.“ „Það er ekki víst. Ég vona ekki.“ „Ja Jrað hefði verið á takmörk- unum.“ „Það er 'einmitt Jrað. Á takntörk- um lífs og dauða." Númer tvö hefur staðið yfir en sezt nú niður dálítið frá. Númer eitt hefur lagst endilangur í gras- ið við gjána. Hann og Númer tvö snúa baki í gjána, andspænis Núm- er þrjú. Þögn. Enn 'er umhveríið autt af mönn- um. Sólskinið bjart og sterkt. Svalur gustur. Fuglasöngur fjar- lægur. Kyrrðin er rofin af djúpu, dimmu, rödduðu ropi. Númer eitt hefur risið upp við dogg og lítur á Númer þrjú, reynir að hvessa sljóleg, blóðhlaupin augun. „Heyrðu lagsi, — hvað varstu annars að gera?“ „Ég ætlaði að hoppa oní.“ Númer eitt hristir úfinn haus- inn. Númer tvö ókyrrist: „Ætlaðirðu sumsé að fremja sjálfsmorð. Ég h'ef alltaf haldið að fólk með slík áform væru taugatitrandi mann- hrök eða móðursjúkir kvenmenn. Ég .. . mér virðist Jrú hvorugt. . “ „Þetta á ekki að vera neitt sjálfs- morð. Það er aðeins fólk sem liatar sjálft sig eða aðra sem drepur sig. Um slíkt 'er ekki að ræða í mínu tilfelli. Þetta yrði eðlilegur dauð- dagi ef Jrað orð ætti að nota.“ „Allir sem ekki þora að horfa framan í heiminn eru helvítis aum- ingjar og halanegrar og eiga ekki skilið að lifa,“ drafar Númer eitt hróðugur á svip, dregur upp flat- ann pela, tappann úr honum, sýp- ur á, en hellir mestu oná sig: „Ahhh“. „Þú lifir samt“, segir Núnter þrjú. „Auðvitað lifi ég .. . lifi hátt . .. og á Jjað skilið! Ég býð öllum heim- inum byrginn, — en fari hann ann-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.