Eimreiðin - 01.09.1971, Síða 10
74
EIMREIÐIN
ars til fjandans! Ég er nú bara
verkamaður og þú skalt ekki halda
að ég skammist mín nokkuð fyrir
það. Þú veizt það væni minn að
við verkamenn erum 'elzta stétt
jarðar, undirstaða hvers þjóðfélags
og vinnum göfugasta starf í víðri
veröld“.
Númer þrjú: „Verkamenn urðu
fyrstir til og munu deyja fyrstir
út“:
„Þar skjátlast þér fífl. Jafnskjótt
og helvítis vélarnar ætla að bola
okkur frá, — þá kemur byltingin,
sko þú skilur — kommónisminn.
Allir verkamenn verða kommónist-
ar í byltingu en þangað til stjórn-
um við framkvæmdum auðvalds-
ins. Já, já, við höfum völdin í okk-
ar höndum. Annars h’ef ég nú ekki
áhyggjur af þessu og hérna er mað-
ur við andlega og líkamlega upp-
lyftingu og uppbyggingu. Undir-
búningur að nýjum átökum og af-
rekum. Ónei það eru nú ekki allir
sem flýja þegar í harðbakkann
slær. Maður gefst nú ekki upp þó í
móti blási. Ég býð öllu byrginn, —
læt allt lönd og leið, — læt skeika
að sköpuðu. Ekki kemur mér til
hugar að st'eypa mér niðrí gjá,
þótt ég sé í vandræðum. Ég er nú
bara verkamaður og þeirra líf er
nú sko bara enginn dans á rósum;
ónei við höfum rétt oní okkur og
á, rétt til hnífs og skeiðar. En mað-
ur tekst bara á við erfiðleikana,
berst bara við mótvindinn. Það eru
barabarabarasta auntingjar sem
flýja af hólmi. Svo getum við alltaf
farið í verkfall þegar okkur líður
illa. Ojájá við höldum í taumana á
þjóðfélagshestinum . . sko . . haha.“
Hann sýpur drjúgum á; hellir
mestu niðrá sig. Númer tvö situr,
heyrir en virðist ekki lilusta.
Númer þrjú: „Já þið hafið völd-
in í þjóðfélaginu og getið því lifað
áhyggjulausir. Og fyrir hvað lif-
irðu svo?“
„Fyrir hvað lifi ég? Errðanú
spurning. Ég liíi bara fyrir lífið.
Ég nýt lífsins gæða.“ Ræsking.
„Ég skal segja þér kunningi að
þeir sem drepa sjálfan sig .. . þeir
g'era barasta of miklar kröfur til
lífsins . .. Nei bíddu nú við. Það
er lífið sem gerir of miklar kröfur
til þeirra og þegar þeir geta ekki
staðið undir þeim, þegar jteir geta
ekki axlað byrðina sem lífið l'eggur
á herðar þeim þá gefast þeir bara
upp, flýja allt saman. Já slíkir
menn eru til einskis nýtir, eru
einskis virði . . . ekki krónu virði
..“ Hann hristir hausinn í lineyksl-
an og fussar. „Nei vinur minn,
maður verður að reyna að lifa líf-
inu eins og það er ... því að lífið
það er nú einu sinni sona sko ha.
Ég er nú bara verkamaður en ég
lifi mínu lífi samt.“
Númer þrjú: „Og hvernig er
það?“
„Nú ég stunda mína vinnu; mæti
korteri of s'eint á moddnana og
hætti korteri of fljótt á kveldin
sko hahaha. Ég fæ hýruna á föstu-