Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 14
78
EIMREIÐIN
andi á mig; nú þyrfti ég að taka á,
leggja mig fram.
Síðan lagði ég stund á framhalds-
nám. Mér þótti gaman að glíma við
verkefnin sem fyrir mig voru lögð.
Ég fann gildi í því að kryfja mál
til mergjar, skrifa ritgerðir um
strembin efni, leysa þung dæmi.
Ég setti mér ýmis takmörk að
keppa að; 'ekki aðeins að ná sem
hæstum tölustöfum í einkunnabók-
ina, heldur var mér mikilvægara
að fá rökstudda gagnrýni, skyn-
samlegar ábendingar, jafnvel
heimskulegar skammir og persónu-
legar svívirðingar. Allt þetta veitti
mér áliuga og eldmóð, ofurkapp
og þrá eftir endurbótum, framför-
um, hefndum og átökum. Allt
stefndi þetta auðvitað að fulfkomn-
un og betra hefði verið að setja
markið lægra og oftar.
Ég kynnti mér allt sem til greina
kom að kynna sér. Ég hafði áhuga
á öllu, alölfu sem skilvitlegt er. Öll-
um þessum takmörkum sem ég eða
aðrir settu mér náði ég. Fljótlega
fór að verða erfitt að setja markið
hærra og hærra. Mér héldu engin
bönd. Einkunnarkerfið þrengdi að
mér, ég gat ekki sprengt Jrað, því
að hvað er fyrir ofan hið efsta
annað en blekking.
Ábendingar og krítík urðu æ
sjaldgæfari unz Jrær heyrðu fortíð-
inni til. Skammir og svívirðingar
kennara minna og félaga urðu
jafnfágætar og guðlast í himna-
ríki. Þau verkefni sem ég leysti af
liendi fengu tíðast sömu urnsögn:
„frábært að vanda“.
Mér leiddist svo þessi þögn, að
eitt sinn 'er skila átti ritgerð um
frjálst eíni, skrifaði ég niður setn-
ingar af annarri hverri blaðsíðu
fjögurra ástarareyfara. Þessar setn-
ingar voru valdar með Jreim hætti,
að skyrpa á blaðsíðuna og taka þá
setningu sem hrákinn lenti á. Pist-
ilinn nefndi ég svo „Frjálst efni“
og alhenti k'ennaranum með kurt
og pí. Ég bjóst auðvitað við hinni
hressilegustu skammasúpu sem
myndi hleypa metnaði í mig að
nýju. En úr Jrví varð ekki, Jjví að
endaleysan fékk ágætan vitnis-
burð: „einkar frumlegt og snjallt."
Ég hafði ekki hirt að lesa Jretta
í samhengi áður 'en ég skilaði og
gerði það ekki heldur nú. Ég sá
að snilld og frumleika var hægt að
öðlast með tómum fíflaskap. Út úr
hvaða þvælu og hringavitleysu
mátti fá rökræna lieild, aðeins ef
ímyndunarafli var beitt til Jjess
að tengja saman delluna, eða þá að
gömul frammistaða mín 'ein nægði
til slíkra ályktana; að hér væri séní
á ferð hvers heilabú væri ókryfj-
anlegt fyrir kennara sem þarf að
fara yfir 100 ritgerðir áður en frétt-
irnar í sjónvarpinu byrjuðu.
Þessi vonbrigði urðu til Jress að
ég hætti námi og fór að hugsa um
hvað til bragðs skyldi taka. Ég
ákvað að skrifa bók. Að Jressari bók
vann ég sleitulaust, lagði sjálfan
mig í verkið, hugsaði ekki um ann-