Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Page 15

Eimreiðin - 01.09.1971, Page 15
takmörk 79 að. Ég reyndi alltaf að hafa næstu Setningu linitmiðaðri en þá síð- ustu; næsta kafla efnismeiri en þann næsta á undan og hætti ekki fyrr en efnið var þurrausið og gal- tómt; allt sagt sem hægt var að segja. Að þessu loknu var eins og skorið hefði verið brott hluti af heila mínum, sem síðan lá í blaða- formi á borðinu fyrir framan mig. Þetta h'eilabrot snyrti ég síðan og nostraði við til að fullnægja ströng- ustu kröfum, fór með handritið til bókaforlags sem tók það til útgáfu strax að lestri loknum. Ég beið og vonaði að nú fengi ég liarða krítík; yrði rifinn niður og í hæsta lagi tal- inn efnilegur byrjandi sem ætti margt ólært. Enn allt fór á sama veg. Bókin var kosin bezta bók ársins. Þetta gladdi mig auðvitað og ég vissi þó að ég átti þetta skilið. En gleðin var skammvinn. Ég fór að reyna að leggja drög að nýju verki, en gat einfaldlega ekki horft hærra. Fullkomnunin var alger. Ég var orðinn þekktur maður. Kvenfólk hafði alltaf hópast á mig, og nú keyrði um þverbak. En það var mér ekki nema stundargaman, því að allt sem skiptir máli var og er ég sjálfur. Ég er sjálfstætt sköp- unarverk, s'em ekki er í heiminn borinn til að kynda undir aðra eða kaupa pelsa handa ungunt stúlk- um, — nema því aðeins að það veiti sjálfum mér ánægju, og það gerir það ekki. Hið eina sem eftir var til úrræðis var að reyna að víkka sjóndeildar- liringinn og halda út í lieim. Á ferðum mínum tókst ég á við ýms- an vanda, s'etti mér ýmis markmið á ýmsum sviðum, hvert á eftir öðru. Þessi eina bók mín var gefin út víða um lönd, og svo fór sem fór. Hún fékk sömu einhæfu viðtök- urnar og peningar streymdu til mín úr öllum áttum. Ég fór úr landi; hvert land var mér takmark í sjálfu sér, en í hverju landi setti ég mér takmörk af ýmsu tagi, — allt til að finna mín eigin. Þau h'ef ég ekki enn þá fundið og hef ég þó gert allt sem í mínu valdi stend- ur til þess. Kannski er það einmitt þess vegna sem það tekst ekki.“ Núm'er þrjú hefur sagt sögu sína eins og fyrir sjálfan sig og horft til himins. Nú lítur hann niður og sér að Númer eitt er lagstur hálfur út af gjárbrúninni með pelann í hend- inni og virðist stara oní vatnið. „En hvers vegna ertu hér að fremja sjálfsmorð? Flestum mönn- um þætti lífið leika við sig í þín- um sporum. Af hverju heldurðu 'ekki áfram að reyna að finna þín takmörk í staðinn fyrir að gefast upp?“ spyr Númer tvö. „Eins og ég sagði áðan verður dauðdagi minn ekki „sjálfsmorð" í jiess orðs venjulegu merkingu. Réttar væri að nefna þetta „að drepast úr leiðindum". Mannsævin er sundurskorin af ýmis konar tak-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.