Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Page 16

Eimreiðin - 01.09.1971, Page 16
80 EIMREIÐIN mörkum; stórum, smáum, sum setja m'enn sér sjálfir, sum eru lög- boðin og sum eru tilorðin af sjálfu sér samkvæmt vorri vitneskju. Lífs- leiðin er vörðuð takmörkum sem öll eiga það sameiginlegt, að ævi- spottarnir milli þeirra miðast al- gerlega við þau. I augum sumra er næsti matmálstími verðugt tak- mark. Aðrir m'enn eiga sér það tak- mark að verða ríkir. Enn aðrir hafa að takmarki að fleka sem flesta og fallegasta kvenmenn. — Næsta og vonandi ekki síðasta takmark mitt er það sem við nefnum dauðann. Þetta er hreint neyðarúrræði. Ég eygi hreinlega engin önnur tak- mörk. Dauðinn er af mörgum tal- inn hið hinzta takmark. Það getur vel verið rétt, en ef ég yfirstíg dauðann, hvaða takmörk eru mér þá s'ett? Öll þessi takmörk verða til þess að við keppum að Jreim, hlökkum til þeirra, þráum þau; lifum fyrir þau ...“ Skyndilega heyrist hóstað, ropað og kokað. Númer eitt Hggur á gjár- bakkanum með hausinn frammaf og spýr oní vatnið. Ein gusan af matseðli dagsins grípur efri góm hans með sér og sendir oní. Gus- urnar lenda m'eð léttu skvampi í vatninu. „Þessi maður safnar í sarpinn alla vikuna fram að helgi, en Jrá gubbar hann öllu saman. Síðan getur hann hlakkað til að geta gubbað aftur um næstu helgi. Þetta gefur lífi hans gildi. Hann Jjekkir sín takmörk; maginn sér um Jjað.“ segir Númer þrjú. „Mér er samt ekki ljóst hvaða takmörk þú s'etur þér“. „Mín takmörk eru sameiginleg fjölskyldu minni; konunni minni og krökkunum mínum. Við upp- lifum allt sameiginlega. Ég vinn til Jress að geta séð ijölskyldunni far- borða. Það gefur vinnunni gildi. Síðan nýt ég lífsins í skauti fjöl- skyldunnar, með konunni minni og krökkunum mínum. Takmörk mín eru eign mín.“ Þeir sitja stund Jrögulir. En þegar þ’eir þegja er líf farið að færast í tjaldbúa. Úfnar konur og krumpaðir karlar skreiðast úr tjöldunum með æpandi krakka á hælunum. Fuglar syngja hástöfum. Hani galar. Hundur geltir. Kind- ur jarma. Beljur baula. Umhverf- ið vaknar til lífsins. Númer eitt er búinn að jafna sig; hristir hausinn og rís á fætur með erfiðismunum: „Ég held ég verði að fá mér pilsner niðrá Val- höll. H'eyrðu sjálfsmorðingi ef ég væri ásatrúar þá segði ég að við myndum hittast þar hahaha. — En ég er nú einu sinni kristinn mað- ur. Heyrðu vesælmenni! „Hann beinir orðum sínum til Númer tvö: „Heyrðu ertu með niðrá Valhöll? Við getum kannski náð okkur í dömur ha?“ Númer tvö stendur snöggt upp: „Ha nei, — ég þarf að fara til kon- unnar minnar og krakkanna. Þau

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.