Eimreiðin - 01.09.1971, Page 20
84
EIMREIÐIN
þess svo fágæt að einungis örfáum íslenzkum skáldum frá öndverðu til
þessa dags hefur auðnazt að vinna sambærilegra sigra.
Það þótti mikið tæknilegt afrek, þegar flugvísindamönnum tókst að
rjúfa hljóðmúrinn, það er að segja knýja flugdreka sína liraðar um
geiminn en sem nam hraða hljóðsins. — fslenzku skáldi hygg ég þó að sé
jafn mikil þraut að rjúfa tungumálamúrinn, sem umlykur okkur. Þetta
tókst þó Kristmanni Guðmundssyni á unga aldri svo rækilega, að enn
hefur öðrum naumast orðið jafnmikið ágengt, hvað þá meira. Ég hef það
fyrir satt að skáldverk Kristmanns finnist á rúml'ega 30 tungumálum,
þeirra á rneðal tungum, svo framandi okkur, að ekki þekkjum við einn
bókstaf í ritmáli þeirra, því síður orð.
Kristmann er fæddur á Þverfelli í Lundareykjadal, 23. okt. 1901, hjá
Birni Sveinbjörnssyni móðurafa sínum, þeim góða bónda, sem eftir and-
lát sitt g'erðist eins konar þjóðsagnahetja og samnefnari hins fátæka, en
ódrepandi íslenzka alþýðumanns, konungsins tötraklædda, sem skáldið
Jón Magnússon kvað urn ljóðaflokkinn „Björn á Reyðarfelli.“ Krist-
mann gerir hlut þessa fóstra síns og afa einnig harla góðan í fyrsta bindi
sjálfsævisögu sinnar „ísold hinni svörtu“. Foreldrar Kristmanns Guð-
mundssonar voru Sigríður dóttir Björns á Þverfelli og Guðmundur
Jónsson frá Helgastöðum.
Sjö ára að aldri fluttist Kristmann vestur á Snæfellsnes, að Fáskrúðar-
bakka í Miklalioltshreppi og átti þar heima sex sumur. Hann fór tæpra
þrettán ára á Hvítárbakkaskólann, þaðan austur á Firði að finna móður
sína, sem þar var búsett. Austur á Fjörðum starfaði hann á landi og sjó,
þar á meðal í verzlun. Veturinn 1918—19 fluttist Kristmann til Reykja-
víkur og tók að fást við verzlunarstörf þar. Hann gekk með tæringu um
þessar mundir, veiktist svo að liann varð að fara á Vífilstaðahælið. Hann
dvaldi þar einn vetur og fékk bata. Þetta var veturinn 1920—21. Árið
eftir gaf hann út frumsamið ljóðasafn, sem hann nefndi Rökkursöngva.
í bókinni birtist þetta ljóð eða brot af Ijóði rneðal annarra:
„Ég er að lialda á hafið auða.
Heyra vil ég bylgjur gnauða,
leika mér að lífi og dauða,
langar að sjá hvor sterkari er.
Gaman að heyra hvernig fer!
Upp með seglið! Ekki rifa!
Ekkert skal ég kjölnum bifa
duggunni, sem liinn djarfa ber.“