Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.09.1971, Blaðsíða 26
90 EIMREIÐIN vera torleysanlegt á svo þröngu málsvæði, sem færeyskan er, en þeir félagar, Heinesen og Michelsen, sögðu að einmitt þess vegna teldu þeir mikilvægt fyrir færeyska rithöfunda að taka þátt í sam- starfi norrænu rithöfundasamtakanna. Þeir sögðu, að ótal verkefni krefðust úrlausnar. En mest aðkallandi væri að vinna að bættri bóka- útgáfu í Færeyjum og um leið að efla hag og aðstöðu færeyskra rit- höfunda. Hvort tveggja sýndist að vísu vonlítið. En fyrir hendi er ríkur áhugi og viðleitni færeyskra höfunda til þess að skapa líf- vænlegar bókmenntir, bæði á sviði ljóðlistar, leikritunar og skáld- sagnagerðar. Spurningin er aðeins, hve lengi menn endast til þess að stunda ritlistina af hugsjón einni saman. Árlega eru gefnar út í Færeyjum um 40 bækur. Það er ærið há tala, þegar tillit er tekið til þess, að rithöfundarnir verða að gefa sig að margvíslegum öðrum störfum, en að skrifa bækur. Hitt er þó kannski athyglisverðara að svo margar bæku'r skuli koma út, þegar athugaðar eru aðstæður og útgáfumöguleikar. Þegar höfundur hefur skrifað bók— hún liggur fyrir í handriti og hann langar til að gefa hana út, blasa örðugleikarnir skýrast við honum. í Færeyjum eru aðeins til örfá smáforlög lítilsmegnug, sem byggja meira á hugsjónalegum grundvelli en nokkru öðru. í flestum tilfellum verður rithöfundurinn að vera sinn eiginn útgefandi, ef hann ekki vill láta handritið eða handritin liggja í skrifborðsskúff- unni svo árum skiptir. Og það er dýrt að gefa út bækur í Færeyjum. Hafi höfundurinn takmörkuð fjárráð sjálfur á hann um þann kost að velja, að sækja um útgáfustyrk til Menningrasjóðs Fögþingsins. Úr þessum menningarsjóði má verja vöxtum hans, og geta þannig um 30 þúsund krónur gengið til bókaútgáfu árlega.* Sé höfundurinn heppinn getur hann vænzt þess, að fá 2000—3000 króna útgáfustyrk til einnar bókar. Afganginn verður hann að leggja fram sjálfur, — tíðast með lántöku, áskrifendasöfnun og öðrum slíkum ráðum. í langflestum tilfellum verður halli á útgáfunni, og verður þá höf- undurinn sjálfur að standa undir honum. Að frátöldum útgáfustyrkjum Menningarsjóðs Lögþingsins, sem áður getur, njóta færeyskir rithöfundar ekki mikillar f járhagsaðstoð- ar frá hinu opinbera. Þó er þess að geta, að í fjárlögum eru veittar 24 þúsund krónur til rithöfunda og listamanna. Þar af njóta 5 rit- höfundar 1600 króna árlega og einn 2400 króna. Yfirleitt falla þessir * Átt er við færeyskar krónur þar sem nefndar eru upphæðir í krónutölu, en verðgildi þeirra er sarna og danskra króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.