Eimreiðin - 01.09.1971, Page 33
meistarinn
97
skutmiklar; karlmennirnir báru að
þeim flökin. Milli stakkstæðis og
fjöru lá hundur og tannaði sig el'tir
morgunverðinn. Þorpsfávitinn
skondraði meðal fólksins.
„Galinn Matti, galinn Matti,“
sagði fávitinn.
„Þegiðu Matti minn,“ sagði fólk-
ið.
„Allir í fisk,“ sagði fávitinn.
„Vertu nú stilltur, Matti minn,“
sagði fólkið.
Matti þessi var mesta gersemi.
Um hann var alltaf liægt að tala,
þegar önnur umræðuefni voru
þrotin. Skringilegh'eit hans voru
mikil. Og snemmendis varð hann
hið mikla ævintýri í lífi Jrorpsbúa,
en hann hafði Jrá reifabarn fundist
í Jrorpslæknum — reifalaus — þar
sem einhver liafði fleygt honum,
var hirtur og hafði æ síðan verið
öðruvísi en annað fólk — t.d. með
kryppu, heilaskemmdir, málhelti,
vinstri fót hægra m'egin og hinn
hægri vinstra megin o. fl. Fólkið
gat aldrei nógsamlega rætt útlit og
afkáraskap Matta.
Það var hún Stína í Vör sem
hafði tekið hann uppá sína arma
en hún hafði rnisst heimaling þá
um vorið. En Stenka bónda hennar
var uppsigað við Matta, kannski
vegna Jress að hann hafði ætlað
heimalinginn til frálags. Svo að
hann lamdi Matta stundum. Fólk-
ið sagði að hann hefði dúkkað svo
oft ofaní kollinn á Matta þegar
hann var lítill, að Matti hefði ekki
getað vaxið uppí loftið eins og ann-
að fóik heldur hefði hann vaxið
út á bakinu í staðinn.
Stenki í Vör var mestur kvenna-
maður Jrar um slóðir.
Ofanfrá Jrorpinu barst bjöllu-
luinging. Það var Jrjófabjallan í
dyrum verzlunarinnar. Faktorinn
hafði haft hana með sér utanlands
frá og sett hana upp Jrótt þjófar
væru sjaldséðari en þjófabjöllur
í Jressu Jrorpi. F"ólkið kunni bjöll-
unni vel Jrví að hún gerði Jrað Jaægi-
lega undirgefið. Þetta var fyrsta
hringing morgunsins.
Kona ein, b'erhent, rétti úr sér og
sagði um leið og hún f'leygði frá
sér fisk: „Það sver ég samtsemáður
að ég sá liann Stenka í garðinum
hjá Rósembergshúsinu eina nótt-
ina í vetur. Það var nær jólum.
„Óekkí,“ svaraði kerling," ætli
hann hafi ekki verið að koma frá
þér.“
„Ég segi bara Jrað,“ sagði önnur,
„að það er illa gert að hafa Gunnu
milli tannanna."
„Krakkinn 'er lausaleiksbarn, trúi
ég,“ sagði fyrri kerlinginn, hún
var sköllótt.
„O, tatatatata," sagði hávaxin
beinaber kona og axlirnar á
henni stóðu áberandi frammí kjól-
inn, hún hafði ekkert lagt til mál-
anna til Jressa.
„Varstu að segja eitthvað, Gunn-
Jrórun mín?“ spurði lítil kerlingar-
hnyðra við hlið hennar mæðulega.
Það var móðir hennar. En Gunn-
7