Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1971, Síða 36

Eimreiðin - 01.09.1971, Síða 36
100 EIMREIÐIN stakkstæði hér eystra hef ég farið og mun koma á þau öll, síðan vest- ur að samræma samhæfa samvirkja yður, fólk, og gera úr ykkur sprengju sem sprengir þakið af þjóðfélaginu svo að ég geti séð himininn og Elliði geti komist til ykkar til þess að taka hjá ykkur fiskinn.“ Þegar hér var komið ræðu, hafði allt verkafólkið leitað sér skjóls ofanvið langan skúr sem stóð kipp- korn uppfrá stakkstæðinu. Aðeins fávitinn og hundurinn urðu eftir innan sjónmáls ræðumannsins. Fólkið stóð í hnapp bakvið skúr- inn og varð að lirópa til að lieyrð- ist fyrir þrumuraustinni. Hver upp í annan: „Hlöðum að honum, grýtum hann, líkvíderum hann, í sjóinn með hann. En umfram allt, þessi hávaði 'er aldeilis óþolandi. Skiptum liði: nokkrir fara niður- með stakkstæðinu hvorum rnegin, hinir liðugustu fara fjöruna, liinir sjófræknustu sækja að honum að framanverðu. Hvaðan kom mann- helvítið?“ „Hagyrðingar og sveitamenn," æpti meistarinn, því að meistari hefur maðurinn óneitanlega verið þótt ekki væri nema í öskrum: „ég boða yður brottnám k'erfisins. Ég boða yður hina sameiginlegu vitund.“ „Þrengjum að honurn. Fletjum hann,“ hrópaði einn karlmann- anna. Hann stakk liausnum fram- fyrir skúrhornið og kíkti. „Hvaðan kom mannhelvítið?" var spurt. „Tókstu ekki eftir ferðamann- inum sem var að snópa í kringum stæðið?“ „Umrenningnum?“ „Flækingnum?" „Djöfull og helvíti, hlöðum að honum," öskraði ungur og náttúru- mikill maður. Fólk hafi komið út á stétt frá flestum húsunum uppí brekkunni en mannsöfnuðurinn bakvið skúr- inn hafði gefið því ótvíræð m'erki og það hafði farið inn þegar aftur. Frá stæðinu lieyrðist: „Sjö sinn- um ellefu er sjötíu og sjö; sjö sinn- um sjötíu og sjö gæti ég líka sagt ykkur hvað er því að ég kann á reikningsstokk og hef hann við höndina. En livað sem því líður skal ég alltaf vera sjöfalt meiri en nokkur ykkar.“ Það sljákkaði niðrí manninum. Allt var dottið í dúnalogn. Fólk- ið stóð hreyfingarlaust og þegjandi og horfði hvert á annað. Nokkur augnablik liðu svo hörfaði maður- inn við hornið afturábak og fólkið dróg sig hv'ert að öðru í þéttan hnapp. Meistarinn kom fyrir liorn- ið hægum skrefum, staðnæmdist og spurði: „Hefur nokkurt ykkar eld- spýtur?" Eftir hik tók maðurinn sem snúið hafði aftur frá Vestur- heimi, fram eldsspýtur og fékk honum. „Þú mátt eiga stokkinn," sagði hann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.